Landsmót ÍSL í CF 2017 fór fram í Crossfitstöðinni í Hveragerði laugardaginn 09. 12. 2017. Það voru sex karla- og tvö kvennalið sem mættu til leiks. Keppt var í þremur Wodum. Í kvennaflokki sigruðu þær Katrín Ýr Árnadóttir LRH og Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Suðurnesjum með 300 stig en Guðbjörg Fjóla Ægisdóttir LRH og Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir Héraðssaksóknara fengu 285 stig. Í karlaflokki sigruðu þeir Heiðar I. Heiðarsson, RLS og Gunnar Ingi Þorsteinsson, LS með 295 stig. Í öðru sæti urðu Sigurður Kári Guðnason og Stefán Velemir, LSS með 280 stig. Í þriðja sæti urðu Samúel A. W. Ólafsson, RLS og Viggó Viggósson, LSS með 270 stig. Jóhann Ari Jóhannsson og Kári Walter Margrétarson, LRH urðu í fjórða sæti með 255 stig. Ívar Ísak Guðjónsson og Óskar G. Guðmundsson, RLS urðu í fimmta sæti með 250 stig. Í sjötta sæti urðu þeir Ingólfur Birgir Sigurgeirsson og Jóhann Gunnar Guðbjartsson, LRH með 235 stig.