NPM / Tap gegn Finnlandi

Leikurinn tapaðist 4 – 1. Finnar skoruðu mark á 3ju mín. eftir hræðileg varnarmistök, þeir bættu síðan við öðru marki á 32 mín. á 38 mín fengum við víti þegar einn finninn fékk boltann í höndina. Ólafur Jóns. skoraði úr vítinu. Staðan í hálfleik 2 – 1 fyrir Finnland. Á 52 mín. gerði Þormóður tvöfalda skiptingu. Útaf fóru Arnar Geir og Jónatan en inná komu Jóhannes Gauti og Konráð. Á 62 mín kom Ólafur Örvar inná fyrir Arnar Már. Á 80 mín. fengu Finnar víti eftir brot hjá Ólafi Örvari. Andri varði vítaspyrnuna en einn finninn náði frákastinu og skoraði. Á 90 mín. skoruðu finnar sitt fjórða mark eftir mistök í vörninni. Lokatölur 4 – 1 fyrir Finnland. Rétt er að geta þess að Andri varði eins berserkur og meistaralega í 4 – 5 skipti. Síðasti leikurinn er við gestgjafana Norðmenn á morgun kl. 14:00 að staðartíma. Noregur og Danmörk fór 2 – 2.

Scroll to Top