Þrátt fyrir tap gegn Noregi 5 – 0, náðum við þriðja sætinu í mótinu. Norðmenn komust í 1 – 0 á 23 mín. þeir bættu við öðru marki á 30 mín þannig að staðan var 2 – 0 í hálfleik. Norðmenn skoruðu þriðja markið á 53 mín. og það fjórða á 63 mín. Á 66 mín kom Jónatan inná í stað Jóhannesar Gauta. og Kristján Geirs. kom inná á 84 mín. fyrir Róbert. Norðmenn skoruðu mark nr. 5 á 86 mín. Á 90 mín gerði Þormóður heiðursskiptingu er Sigurjón kom inná í stað Andra Fannars. Andri hafði staðið sig vel í leiknum og varið nokkrum sinnum meistaralega. Fyrr um daginn hafði leik Danmerkur og Finnlands lyktað með jafntefli, 1 – 1. Lokastaðan á mótinu. Norðmenn meistarar, finnar í öðru sæti og við í því þriðja. Danir ráku síðan lestina. Norðmenn unnu einnig í kvennaflokki. Framundan er bátsferð og lokahóf.