Nordic Police CF Throwdown

Nordic Police CF Throwdown
Fór fram í Malmö dagana 11. og 12. apríl s.l. Um var að ræða Crossfit keppni fyrir norræna
lögreglumenn, til leiks mættu lögreglumenn frá öllum norðurlöndunum. Þangað fóru á vegum ÍSL
þau Samúel Ólafsson, Suðurnesjum, og Ragna Hjartardóttir, LRH, sem kepptu í Mix flokki
Viggó Viggósson og Sveinbjörn Magnússon, báðir frá Suðunesjum, sem kepptu í B flokki karla
og Heiðar Ingi Heiðarsson og Einar Júlíusson, báðir frá RLS, sem kepptu í RX flokki karla.
Óskar Bjartmarz og Jón Gunnar Sigurgeirsson, úr stjórn ÍSL, fóru með hópnum til aðstoðar.
Keppnin fór fram í sérstakri Crossfit stöð sem nýlega er tekin til starfa. Í hverjum flokki voru
11 – 14 lið. Sex lið komust í úrslit. Öll okkar lið komust í úrslit. Heiðar og Einar áttu mestu
möguleikana af okkar liðum. Því miður meiddist Heiðar í lok næst síðustu lotunnar og var ekki
nema hálfur maður í síðustu lotunni. Þrátt fyrir það náðu þeir fjórða sæti og Heiðar fékk sérstök
verðlaun í karlaflokki fyrir sinn árangur. Hin liðin náðu sjötta sæti. Frábær árangur hjá okkar fólki
og gaman að sjá hversu einbeittir allir voru að því að gera sitt besta.
Þess má geta að einnig var keppt í kvennaflokki en þar keppti íslensk stúlka Erla Arnardóttir sem er í
lögreglunni í Gautaborg. Hún spilaði áður knattspyrnu og sagðist m.a. hafa spilað með Margréti Láru Viðardóttur
Á þingi Norræna lögregluíþróttasambandsins, í lok maí, verður rætt um hvort taka eigi CF upp sem
íþróttagrein innan sambandsins.
Scroll to Top