Nordic Police CF Throwdown |
Fór fram í Malmö dagana 11. og 12. apríl s.l. Um var að ræða Crossfit keppni fyrir norræna |
lögreglumenn, til leiks mættu lögreglumenn frá öllum norðurlöndunum. Þangað fóru á vegum ÍSL |
þau Samúel Ólafsson, Suðurnesjum, og Ragna Hjartardóttir, LRH, sem kepptu í Mix flokki |
Viggó Viggósson og Sveinbjörn Magnússon, báðir frá Suðunesjum, sem kepptu í B flokki karla |
og Heiðar Ingi Heiðarsson og Einar Júlíusson, báðir frá RLS, sem kepptu í RX flokki karla. |
Óskar Bjartmarz og Jón Gunnar Sigurgeirsson, úr stjórn ÍSL, fóru með hópnum til aðstoðar. |
Keppnin fór fram í sérstakri Crossfit stöð sem nýlega er tekin til starfa. Í hverjum flokki voru |
11 – 14 lið. Sex lið komust í úrslit. Öll okkar lið komust í úrslit. Heiðar og Einar áttu mestu |
möguleikana af okkar liðum. Því miður meiddist Heiðar í lok næst síðustu lotunnar og var ekki |
nema hálfur maður í síðustu lotunni. Þrátt fyrir það náðu þeir fjórða sæti og Heiðar fékk sérstök |
verðlaun í karlaflokki fyrir sinn árangur. Hin liðin náðu sjötta sæti. Frábær árangur hjá okkar fólki |
og gaman að sjá hversu einbeittir allir voru að því að gera sitt besta. |
Þess má geta að einnig var keppt í kvennaflokki en þar keppti íslensk stúlka Erla Arnardóttir sem er í |
lögreglunni í Gautaborg. Hún spilaði áður knattspyrnu og sagðist m.a. hafa spilað með Margréti Láru Viðardóttur |
Á þingi Norræna lögregluíþróttasambandsins, í lok maí, verður rætt um hvort taka eigi CF upp sem |
íþróttagrein innan sambandsins. |