Lögguhreysti 2014

Í ljósi þess hve almenn hreysti og gott form er meðal lögreglumanna ætlar ÍSL að efna til skemmtilegrar
liðakeppni (4 í liði) milli lögregluliða-stöðva í því sem við köllum Lögguhreysti
 
Við hvetjum lögreglulið landsins, einstakar lögreglustöðvar á s.s. á Höfuðborgarsvæðinu, Umferðardeild LRH 
og Sérsveit Ríkislögreglustjóra til að senda lið til keppni
 
3 lið geta verið í brautinni í einu og tekur það liðið um 20 mín að fara í gegnum brautina (ca 5 mín. á mann) 
 
Æfingarnar eru allar almenns eðlis þ.e. ekki sérstakar tækniæfingar eins og bekkpressa, hnébeygja eða 
réttstöðulyfta. Lögguhreysti byggist á stuttum hlaupum, hoppum yfir hindranir – undir hindranir, 
draga sleða með þyngingu, færa þunga hluti 20-30 kg milli staða ofv.
 
Lið utan af landi geta sótt um endurgreiðslu á hluta ferðakostnaðar, til ÍSL, samkvæmt reglum þar um
 
Skráningarfrestur er til 5 september nk. skráning á johann.karl@lrh.is
 
Jóhann Karl Þórisson
stjórnarmaður ÍSL
Scroll to Top