Fór fram laugardaginn 23. nóvember 2024 í húsakynnum CFXY í Kópavogi. Keppt var í liðakeppni kvenna og karla þar sem tvær konur og tveir karlar mynduðu lið. Fimm lið í kvennaflokki og tvö lið í karlaflokki tóku þátt í ár.
Í kvennaflokknum voru skráðir keppendur frá embættum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi og í karlaflokki frá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.
Keppt var í þremur greinum og gátu liðin mest fengið 15 stig í kvennaflokki og 6 stig í karlaflokki. Keppendur í kvenna flokki í ár voru þær Anna Kara Eiríksdóttir og Jóhanna Júlía Júlíusdóttir, Heiðbjört Ragna Axelsdóttir og Dóra Kristný Gunnarsdóttir, Dagrún Inga Jónsdóttir og Nanna Ómarsdóttir, Rebekka Svava Sigurjónsdóttir og Þórey Sif Hrafnsdóttir og svo Sara Samúelsdóttir og Hrafnhildur Hjaltalín.
Keppendur í karlaflokki voru annars vegar Björn Jóhannsson og Atli Barðason og hins vegar Sigurður Sveinn Jónsson og Viktor Einar Vilhelmsson.
Finnur Kristjánsson sá um að hanna æfingar mótsins sem og að annast mótshald. Hjördís Ósk Óskarsdóttir, eigandi CFXY, var honum til aðstoðar.
Dómarar mótsins voru ásamt Finni og Hjördísi þau Guðbjörg Fjóla Ægisdóttir, Guðmundir Bjartur Júlíusson og Eysteinn Máni Oddsson.
Fyrsta grein mótsins fólst í því að keppendur áttu annars vegar að hjóla á bike erg hjóli og hins vegar að róa á róðravél og voru 3 umferðir framkvæmdar. Karlar áttu að hjóla 60 cal bike erg og róa 800 metra róður í hverri umferð. Konurnar áttu að hjóla 48 cal bike erg og róa 600 metra róður í hverri umferð. Liðin höfðu aðeins 15 mínútur til að klára æfinguna. Sigurvegarar í kvennaflokki voru þær Heiðbjört og Dóra Kristný en þær kláruðu æfinguna á 12 mín. og 43 sek. Í karlaflokki kláruðu bæði liðin æfinguna á 14 mín. og 33 sek.
Önnur æfing mótsins var 1RM „Clean og Jerk“ og „Deadlift“. Þar fengu liðsmenn 8 mínútur til að framkvæma sem þyngsta lyftu í clean og jerk, og sömuleiðis 8 mínútur í að framkvæma sem þyngsta ,,Deadlift‘‘ sem keppendur gátu. Þyngdir liðanna voru svo lagðar saman og það lið sem náði samanlagðri mestri heildarþyngd beggja æfinganna vann umrædda grein. Í greininni sigruðu Anna Kara og Jóhanna Júlía með samtals 445 kg. Sigurður Sveinn og Viktor Einar lyftu samtals 560 kg og sigruðu í karlaflokki.
Að lokum endaði mótið á svokölluðu „Mix-i“ þar sem fjölda æfinga með 60 endurtekningum voru framkvæmdar, bæði hjá körlum sem og konunum. Í greininni voru konur með eitt/tvö 15kg handlóð og karlar eitt/tvö 22,5kg. handlóð.
Greinin hófst á að liðin áttu að framkvæma „wall ball“. Því næst áttu liðin að róa á róðravél 60 cal, framkvæma þar á eftir „burpees box jumps“, „dumbbell snatches“ með einu handlóði, „dumbbell box step overs“ með tveimur handlóðum, „dumbbell shoulder to overhead“ með tveimur handlóðum, framstig með tveimur handlóðum og að lokum hjóla á Assault bike 60 cal. Eins og fyrr segir voru endurtekningarnar 60 talsins fyrir hverja hreyfingu. Liðin höfðu 25 mínútur til að klára æfinguna og voru Anna Kara og Jóhanna Júlía fyrstar í kvennaflokki en þær kláruðu æfinguna á 19 mín. og 44 sek. Björn og Atli sigurðu í karlaflokki en þeir voru í 23 mín. og 6 sek. að klára.
Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara í karlaflokki þar sem liðin voru jöfn á stigum í lok mótsins, með 4,5 stig.
Bráðabaninn fólst í því að liðin þurftu að framkvæma 4 umferðir af bóndagöngu þar sem annar liðsmaðurinn þurfti að bera tvö 42,5kg handlóð 7,2 metra. Því næst þurfti að framkvæma 10 endurtekningar af „lateral burpees over line“ og hlaupa 5,4 metra í mark. Þá mátti næsti liðsmaður framkvæma sömu æfingar. Á marklínu var keila sem síðasti liðsmaður átti að reisa á loft í lok æfingar. Það lið sem myndi sigra þess keppni, sigraði mótið. Óhætt er að segja að liðin voru nánast hnífjöfn í mark og ekki samhljómur um hvaða lið sigraði.
Eftir fund dómaranna voru Björn og Atli krýndir sigurvegarar, þó naumlega, með 6,5 stig en Sigurður Sveinn og Viktor Einar enduðu með 5,5 stig. Í kvennaflokki sigruðu Anna Kara og Jóhanna Júlía með 14 stig, í öðru sæti lentu Heiðbjört Ragna og Dóra Kristný með 13 stig og í því þriðja Dagrún Inga og Nanna með 9 stig.
Auk verðlaunagripa fengu sigurvegarar gjafapoka frá Hreysti.
Það er ljóst að innan okkar raða eru hörku einstaklingar sem sýndu ótrúlegan árangur á mótinu og var keppnin hörð. Keppnin hefur verið í lægð hjá körlunum en skráð voru fjögur lið í ár en vegna meiðsla þurftu tvö lið að draga sig úr keppni.
Það var mat keppenda að grundvöllur er fyrir að bæta við keppnisliðum í báðum flokkunum og von mótshaldara að keppnin stækki á næstu árum.
WOD 1 Stig WOD2 Stig WOD3 Stig Samtals
KVK
Anna Kara og Jóhanna Júlía 13:28 4 445kg 5 19:44 5 14
Dóra Kristný og Heiðbjört 12:43 5 410kg 4 23:06 4 13
Dagrún og Nanna 14:12 3 370kg 3 466 reps 3 9
Rebekka og þórey 14:54 2 336kg 2 365 reps 1 5
Hrafnhildur og Sara 14:58 1 316kg 1 436 reps 2 4
WOD 1 Stig WOD2 Stig WOD3 Stig WOD 4 Stig Samtals
KK
Atli og Bjössi 14:33 1,5 450kg 1 24:09 2 Sigur 2 6,5
Siggi Sveinn og Viktor Einar 14:33 1,5 560kg 2. 466,4 1 Tap. 1 5,5
Mótshaldari f.h. ÍSL
Finnur Kristjánsson
Ég vil f.h. Íþróttasambands lögreglumanna, ÍSL þakka Finni fyrir allt hans framlag til mótshaldsins og þeim sem aðstoðuðu við mótshaldið. Einnig þakkir til Hjördísar hjá CFXY fyrir aðstoðina við mótshaldið.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL