EPM í Maraþon Graz Austurríki

Evrópumeistaramót lögreglumanna í maraþoni fór fram í Graz í Austurríki sunnudaginn 
12. október  s.l. Íþróttasamband lögreglumanna sendi sex keppendur í hlaupið.
Það voru þær Hildur Sunna Pálmadóttir og Ingibjörg Pétursdóttir starfandi
hjá LRH. Birgir Már Vigfússon RLS, Flosi Brynjólfsson LRH, Samúel A. W. Ólafsson
og Sveinbjörn Magnússon frá Suðurnesjum. Hálfdán Daðason Sérstökum saks.
fór með sem fararstjóri og Jóhann Karl Þórisson LRH var liðsstjóri.
Maraþonið var haldið samhliða árlegu Graz maraþoni, það var um 25 stiga hiti, sólskin
og logn þegar hlaupið fór fram sem gerðu aðstæður erfiðar. Kjöraðstæður fyrir okkar
fólk væri 12 – 15 stiga hiti og skýjað. 
Keppendur voru 35 í kvennaflokki og 81 í karlaflokki.
Hér á eftir kemur hlaupatími og röðun í sæti
Birgir Már 3.09,11.                  60. sæti
Samúel A. W. 3.30,35.            75. sæti
Sveinbjörn 3.59,25.                79. sæti
Flosi 4.02,34.                         80. sæti
Ingibjörg  4.37,57.                 33. sæti
Hildur Sunna 4.45,05.             34. sæti
Rétt er að geta þess að Ingibjörg fór villu vegar i hlaupinu, elti 1/2 marþon hlauparana,
og varð því nokkrum mínútum lengur að hlaupa réttu leiðina.
Scroll to Top