Evrópumeistaramót lögreglumanna í maraþoni fór fram í Graz í Austurríki sunnudaginn |
12. október s.l. Íþróttasamband lögreglumanna sendi sex keppendur í hlaupið. |
Það voru þær Hildur Sunna Pálmadóttir og Ingibjörg Pétursdóttir starfandi |
hjá LRH. Birgir Már Vigfússon RLS, Flosi Brynjólfsson LRH, Samúel A. W. Ólafsson |
og Sveinbjörn Magnússon frá Suðurnesjum. Hálfdán Daðason Sérstökum saks. |
fór með sem fararstjóri og Jóhann Karl Þórisson LRH var liðsstjóri. |
Maraþonið var haldið samhliða árlegu Graz maraþoni, það var um 25 stiga hiti, sólskin |
og logn þegar hlaupið fór fram sem gerðu aðstæður erfiðar. Kjöraðstæður fyrir okkar |
fólk væri 12 – 15 stiga hiti og skýjað. |
Keppendur voru 35 í kvennaflokki og 81 í karlaflokki. |
Hér á eftir kemur hlaupatími og röðun í sæti |
Birgir Már 3.09,11. 60. sæti |
Samúel A. W. 3.30,35. 75. sæti |
Sveinbjörn 3.59,25. 79. sæti |
Flosi 4.02,34. 80. sæti |
Ingibjörg 4.37,57. 33. sæti |
Hildur Sunna 4.45,05. 34. sæti |
Rétt er að geta þess að Ingibjörg fór villu vegar i hlaupinu, elti 1/2 marþon hlauparana, |
og varð því nokkrum mínútum lengur að hlaupa réttu leiðina. |