Þing ÍSL 2018

Þingið fór fram laugardaginn 10. nóvember s.l. í Brautarholti 30. Rétt til þingsetu áttu 30 þingfulltrúar frá 11 aðildarfélögum/nefndum ÍSL. Til þingsins mættu 18 þingfulltrúar frá 5 félögum/nefndum. Þingið fór fram með hefðbundnum hætti. Skýrsla stjórnar og ársreikningur lagður fram. Þá voru lítilsháttar lagabreytingar. Þá var samþykkt að leika Öldungamótið í innanhússknattspyrnu á gervigrasi í tvö ár til reynslu. Óskar Bjartmarz var endurkjörinn formaður ÍSL til tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Guðmundur St. Sigmundsson, Hafdís Björk Albertsdóttir, Hálfdán Daðason, Jóhann Karl Þórisson, Jón Gunnar Sigurgeirsson, Jón S. Ólason, Kjartan Ægir Kjartansson, Kristján Freyr Geirsson, Ólafur Örvar Ólafsson og Kristína Sigurðardóttir sem kom ný inní stjórn. Út úr stjórninni fór Arinbjörn Snorrason sem ekki gaf kost á sér til endurkjörs. Að loknu þingi fór fram afhending á heiðursmerkjum ÍSL. 

Scroll to Top