Þing ÍSL 2014

Fór fram laugardaginn 25. október s.l. í félagsheimili lögreglunnar á Suðurnesjum. Það voru fulltrúar frá LRH, Sérstökum saksóknara, Akranesi, Vestfjörðum, Akureyri og Suðurnesjum ásamt stjórnarmönnum ÍSL sem sóttu þingið. Fyrir þinginu lágu nokkrar tillögur um breytingar á lögum og reglum sambandsins. Voru þær allar samþykktar. Tvær breytingar urðu á stjórninni, Óskar Sigurpálsson og Friðrik K. Jónsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs. Í staðinn voru kosnir þeir Ólafur Örvar Ólafsson Suðurnesjum og Jón Gunnar Sigurgeirsson LRH. Aðrir í stjórn, Arinbjörn Snorrason, Guðmundur St. Sigmundsson, Gissur Guðmundsson, Hafdís Björk Albertsdóttir og Jóhann Karl Þórisson LRH. Hálfdán Daðason Sérstökum saksóknara, Jón S. Ólason Akranesi og Kistján Fr. Geirsson Suðurnesjum. Formaður kosin Óskar Bjartmarz Seyðisfirði. Að loknu þingi fór fram afhending heiðursmerkja ÍSL.

Scroll to Top