Final four” í holukeppni ÍSL 2018 fór fram föstudaginn 07. september 2018. Það voru þeir Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri, Róbert Sigurðarson, Rúnar Örn Grétarsson og Sigurbjörn Þorgeirsson sem mættu til leiks. Þeir höfðu unnið sínar viðureignir í fyrri umferðum. Keppt var á velli GR í Grafarholti. Það var hæglætis veður þegar keppni hófst en svo fór að blása og þegar yfirlauk undir kvöld var vindhraðinn um 15 m. Það var dregið á staðnum um það hverjir lentu saman og í undanúrslitum lék Karl Ingi á móti Sigurbirni og Róbert lék á móti Rúnari. Undanúrslitin voru hnífjöfn. Sigurbjörn knúði fram sigur gegn Karli á 18 holu, 1/0 og Rúnar sigraði Róbert á 17. holu 2/1. Um þriðja til fjórða sæti léku því þeir Karl og Róbert og sigraði Karl 7/6. Til úrslita léku þeir Rúnar og Sigurbjörn. Sigurbjörn sigraði á 16. holu 4/2. Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörn verður holumeistari ÍSL en fyrra sinnið var 2016. Allt um úrslit í mótinu kemur fljótlega inná Úrslit móta hér á heimasíðu ÍSL.