Ísland vann Danmörk 1 – 0 með marki frá Ólafi Jónssyni á 59. mínútu úr vítaspyrnu. Vítaspyrnan var dæmd fyrir brot á Jóhannesi Gauta upp við endalínu, innan teigs, eftir að hann tók góða rispu upp hægri kantinn. Á 65. mín. fór Jónatan Guðbrands. af velli en inná kom Jóhann Örn. Á 70 mín. kom Christopher inná fyrir Kristján Hagalín. Á 72 mín. kom Kristján F. inná fyrir Arnar Már. Á 87 mín. kom Ólafur Örvar inná fyrir Jóhannes Gauta. Á 83 mín. fékk einn daninn sitt annað gula spjaldið og þar með rautt. Danir léku því einum manni færri það sem eftir var, 4 mín var bætt við venjulegan leiktíma. Leikurinn var mjög góður af beggja hálfu og nóg var af færum á báða bóga. Andri Fannar stóð sig vel í markinu. Hinum leik dagsins lauk með sigri norðmanna á finnum 3 – 1. Á morgun leikum við gegn finnum kl. 11:30 að staðartíma.