Landsmót lögreglumanna í innanhússknattspyrnu 2025 fór fram í íþróttahúsi Síðuskóla á Akureyri dagana 14. – 15. mars s.l.. Mótshaldari var Íþróttanefnd Lögreglufélags Suðurnesja. Þar voru þeir fremstir í flokki Ólafur Örvar Ólafsson og Sveinn Þorvaldsson. Þeir nutu mikillar aðstoðar heimamannsins Jóns Vald.

Það voru 6 lið sem mættu til leiks en það var ekki ljóst fyrr en að mótinu kom að heimamenn á Norðurlandi eystra (Akureyri) ætluðu að vera með lið. Lið mótshaldara var heldur þunnskipað aðeins 3 mættir, Ólafur Örvar Ólafsson, Sveinn Þorvaldsson og Andri Þór Sólbergsson. Tveir höfðu forfallast á síðustu stundu. Suðurnesjamenn fengu því lánsmenn með sér til að spila sína leiki. Önnur lið voru LRH með 2 lið, RLS og Vesturland.

 

RLS LVL LRH2 LRH1 LNE LSS Stig Mörk
RLS 3-2 6-2 6-1 4-3 2-2 9 21-10
Vesturland 2-3 3-2 4-1 2-2 4-3 7 15-11
LRH2 1-6 1-4 4-2 6-5 0-2 4 12-19
LRH1 2-6 2-3 2-4 4-3 4-1 4 14-17
Norðurland eystra 3-4 2-2 3-4 5-6 6-0 3 19-16
Suðurnes 2-2 3-4 1-4 2-0 0-6 3 8-16

3.sæti LRH2 vegna sigurs í innbyrgðisleik við LRH1
5. sæti LNE vegna sigurs í innbyrgðisleik við Suðurnes

Besti leikmaðurinn: 
Ólafur Jónsson                         RLS

Markahæstir:
Friðrik Elí Bernhardsson RLS     8 mörk
Kristmundur Kristjánsson    RLS     8 mörk
Prúðasta liðið að mati dómara:      
Norðurland eystra
Verðlaunafhending og lokahóf fór fram í Kiwanissalnum að Óseyrarbraut.
Næsta mót verður í höndum RLS.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

 

 

 

 

 

 

 

Scroll to Top