1. | Mótið heitir: Landsmót lögreglumanna í höggleik. |
2. | Mótið er haldið á vegum Íþróttasambands Lögreglumanna (ÍSL). |
3. | Stjórn ÍSL ákveður hvaða aðildarfélag/nefnd verði umsjónaraðili mótsins hverju sinni |
og geta félögin/nefndirnar ekki skorast undan því að halda mótið. | |
Umsjónaraðili mótsins ber fjárhagslega ábyrgð á mótinu. | |
4. | Mótshaldari ákveður þátttökugjald að höfðu samráði við framkvæmdastjórn ÍSL. |
5. | Um þátttökurétt fer sem segir í: Reglur um rétt til þátttöku í Landsmótum ÍSL. |
6. | Flokkaskipting á mótinu: |
Keppt er í: | |
A flokki að 9,9 í forgjöf, án forgjafar. | |
B flokki 10 – 18,4 í forgjöf, punktakeppni. | |
C flokki 18,5 – 24 í forgjöf, punktakeppni. | |
D flokki 24,1 og hærri* í forgjöf, punktakeppni | |
Öldungflokki 50 ára og eldri, punktakeppni. | |
Flokki Heldrimanna 65 ára og eldri, punktakeppni. | |
(Miðað er við fæðingarár) *Hámarksleikforgjöf karla er 24,1 en kvenna 28, nema viðkomandi sé með löglega GSÍ forgjöf sem er hærri. | |
Sveitakeppni: 3 bestu telja af þeim sem hefja leik á gulum teigum. | |
7. | Leikið er af gulum teigum í A, B, C, D og Öldungaflokki en af rauðum teigum í |
Flokki Heldrimanna. | |
8. | Veittir eru (litlir) eignabikarar fyrir sigur í öllum flokkum. ÍSL ber kostnaðinn af þeim. |
9. | Veittir eru gull, silfur og brons verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum. |
Engin keppni fer fram í flokkum þegar um einn keppanda er að ræða. Mótshaldari ber | |
kostnað af verðlaunapeningum. | |
10 | Veittir eru gull, silfur og brons verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin í sveitakeppni. |
Keppt er um fararandbikar í Sveitakeppni án forgjafar. | |
11. | Verðlaunapeningar eru sérstakir ÍSL verðlaunapeningar. |
12. | Í sveitakeppni skulu sveitir myndaðar keppendur frá sama embætti. Heimilt er að |
mynda fleiri en ein sveit frá hverju embætti. | |
13. | Heimilt er að mynda sveit keppenda frá mismunandi embættum (allt að þremur) ef |
ekki er um að ræða nægjanlegan fjölda keppenda frá einhverju embætti til að mynda sveit. | |
14. | Fyrir upphaf móts skal liggja fyrir um skipan sveita. |
15. | Í sveitakeppni telja aðeins sveitir frá aðildarfélögum/nefndum sem ekki skulda ÍSL árgjöld. |
16. | Við skráningu í Landsmótið er keppendur skylt að skrá sig í ákveðinn flokk eða í síðasta |
lagi fyrir upphaf keppni. Ef það er ekki gert gildir skráning mótshaldara. | |
17. | Reglum þessum verður einungis breytt á þingi ÍSL. |
Samþykkt á stjórnarfundi ÍSL þann 20. 06. 2001 | |
Breytt á stjórnarfundi ÍSL þann 05. 05. 2011 | |
Breytt á stjórnarfundi ÍSL þann 08. 12. 2012 | |
Breytt á þingi ÍSL 2014 |