Reglur um Landsmót ÍSL höggleik

1.Mótið heitir: Landsmót lögreglumanna í höggleik.
2.Mótið er haldið á vegum Íþróttasambands Lögreglumanna (ÍSL).
3.Stjórn ÍSL ákveður hvaða aðildarfélag/nefnd verði umsjónaraðili mótsins hverju sinni
 og geta félögin/nefndirnar ekki skorast undan því að halda mótið.
 Umsjónaraðili mótsins ber fjárhagslega ábyrgð á mótinu.
4.Mótshaldari ákveður þátttökugjald að höfðu samráði við framkvæmdastjórn ÍSL.
5.Um þátttökurétt fer sem segir í: Reglur um rétt til þátttöku í Landsmótum ÍSL.
6.Flokkaskipting á mótinu:
 Keppt er í:
 A flokki                          að 9,9 í forgjöf, án forgjafar.
 B flokki                          10 – 18,4  í forgjöf, punktakeppni.
 C flokki                          18,5 – 24  í forgjöf, punktakeppni.
 D flokki                          24,1 og hærri*  í forgjöf, punktakeppni
 Öldungflokki                50 ára og eldri, punktakeppni.
 Flokki Heldrimanna    65 ára og eldri, punktakeppni.
 

(Miðað er við fæðingarár)

 *Hámarksleikforgjöf karla er 24,1 en kvenna 28, nema viðkomandi sé með löglega GSÍ forgjöf sem er hærri.

 

Sveitakeppni: 3 bestu telja af þeim sem hefja leik á gulum teigum.

7.Leikið er af gulum teigum í A, B, C, D og Öldungaflokki en af rauðum teigum í
 Flokki Heldrimanna.
8.Veittir eru (litlir) eignabikarar fyrir sigur í öllum flokkum. ÍSL ber kostnaðinn af þeim.
9.Veittir eru gull, silfur og brons verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum.
 Engin keppni fer fram í flokkum þegar um einn keppanda er að ræða. Mótshaldari ber
 kostnað af verðlaunapeningum.
10Veittir eru gull, silfur og brons verðlaunapeningar fyrir 3 efstu sætin í sveitakeppni.
 Keppt er um fararandbikar í Sveitakeppni án forgjafar.
11.Verðlaunapeningar eru sérstakir ÍSL verðlaunapeningar.
12.Í sveitakeppni skulu sveitir myndaðar keppendur frá sama embætti. Heimilt er að
 mynda fleiri en ein sveit frá hverju embætti.
13.Heimilt er að mynda sveit keppenda frá mismunandi embættum (allt að þremur) ef
 ekki er um að ræða nægjanlegan fjölda keppenda frá einhverju embætti til að mynda sveit.
14.Fyrir upphaf móts skal liggja fyrir um skipan sveita.
15.Í sveitakeppni telja aðeins sveitir frá aðildarfélögum/nefndum sem ekki skulda ÍSL árgjöld.
16.Við skráningu í Landsmótið er keppendur skylt að skrá sig í ákveðinn flokk eða í síðasta
 lagi fyrir upphaf keppni. Ef það er ekki gert gildir skráning mótshaldara.
17.Reglum þessum verður einungis breytt á þingi ÍSL.
  
 Samþykkt á stjórnarfundi ÍSL þann 20. 06. 2001
 Breytt á stjórnarfundi ÍSL þann 05. 05. 2011
 Breytt á stjórnarfundi ÍSL þann 08. 12. 2012
 Breytt á þingi ÍSL 2014
Scroll to Top