Holukeppni 2014

Dregið hefur verið í 1. umferð holukeppni ÍSL. Dregið var núna í hádeginu 05. 06. 14.
Hrafnhildur Svavarsdóttir varðstjóri sá um að draga.
Til staðar voru einnig Friðrik K. Jónsson, Linda B Ársælsdóttir nr. 1121 og Páll Theodórsson H1191.
Drátturinn fór sem hér segir:

Suðvesturland
Vignir Elísson                                –              Ásbjörn Stefánsson
Kristján Freyr Geirsson                  –              Óskar Halldórsson
Óskar Þórmundsson                      –              Jóhann Karl Þórisson
Annel J. Þorkelsson                       –              Róbert Þór Guðmundsson
Stefán Sveinsson                          –              Guðni Páll Kristjánsson
Sveinn Ægir Árnason                     –              Friðrik K. Jónsson
Guðmundur St. Sigmundsson         –              Páll Theodórsson
Hrafn Ásgeirsson                           –              Karl Ingi Vilbergsson
Andri Fannar Helgason                   –              Jóhannes S. Harðarson

Birgir Már Vigfússon situr hjá sem forgjafarlægsti maður eins og fram kemur í reglum mótsins.

Norðurland
Ólafur Hjörtur Ólafsson                –              Valur Magnússon
Ragnar Kristjánsson                     –              Hermann Karlsson
Vilhjálmur Stefánsson                  –              Sigurður U. Sigurðsson

Sigurbjörn Þorgeirsson situr hjá sem forgjafarlægsti maður.

Núna hafa keppendur samband sin á milli og ákveður sá sem fyrstur er nefndur í hverjum leik, stað og stund hverrar keppni.
Það skal þó auðvitað gert í samvinnu og samkomulagi á milli manna. Nýlega heyrðist af kvörtunum vegna mótsins
í fyrra, um að einhverjir hafi verið ósáttir við að þurfa að borga há flatargjöld ef þeir þurftu að fara í annan klúbb en sinn
heimaklúbb. Það eru auðvitað réttmætar kvartanir og því eru lagðar þær skyldur á menn að deila með sér þeim
flatargjöldum sem hugsanlega koma til. Það stendur því miður ekkert um það í reglunum og því verða menn að virða
þetta sín á milli og sýna sanngirni. Ætlast er til að þetta skapi ekki leiðindi manna á milli.
Þá má benda á að flestir stærri klúbbar eru með einhverja vinavallasamninga og um að gera að nýta þá.
Frestur til að klára 1. umferð er til og með 18. júní en þann 19. verður dregið í aðra umferð
Vinsamlegast sendið póst á Friðrik K. Jónsson um úrslit leikja, ekki þarf að senda inn skorin þar sem þau skipta ekki
máli heldur aðeins úrslit leikjanna.
Ef einhverjir verða ekki búnir að klára sína leiki áður en frestu rennur út, verður dregið um sigurvegara
Eins og þið vitið þá er þetta holukeppni með fullri forgjöf. Ef leikar standa jafnir eftir 18 holur þá fara menn bara aftur
á 1. holu og leika, með fullri forgjöf, þar til annar stendur uppi sem sigurvegari.
Friðrik K. Jónsson á Suðurnesjum er umsjónaraðili holukeppninnar fyrir hönd ÍSL

Scroll to Top