NPM / Brons og Andri Fannar valin besti leikmaðurinn

Noregur sigraði á NPM í knattspyrnu 2015 bæði í karla- og kvennaflokki. Finnar náðu öðru sæti og lið okkar fékk bronsverðlaun, danir ráku lestina. Í lokahófinu tilkynntu mótshaldarar að þeir hefðu valið Andra Fannar sem besta leikmanninn í karla flokki. Andri Fannar átti þessa útnefningu virkilega vel skilið, hann varði oft á tíðum ótrúlegustu skot sem komu á markið. Hann átti einnig stórkostleg úthlaup í leikjunum og stöðvaði þannig sóknir andstæðinganna. Íslenski hópurinn stóð sig vel og þrátt fyrir meiðsli hjá sumum þá gáfust menn ekki upp og kláruðu sitt hluverk. F.h. ÍSL vil ég þakka öllum fyrir ferðina og að lokum nefna Þormóð Egilsson þjálfara sem gerði góða hluti með liðið og er honum sérstaklega þakkað fyrir sitt starf.

Scroll to Top