NPC knattspyrna – kvennaliði ÍSL í þriðja sæti

Kvennalið ÍSL varð í þriðja sæti á Norðurlandamóti lögreglumanna/kvenna í knattspyrnu í Tallinn í Eistlandi 2019. Frábæri árangur hjá konunum sem á sínu fyrsta Norðurlandamóti náðu í bronsverðlaun. Íslenska liðið var það eina sem stóð í liði Noregs sem urðu Norðurlandameistarar í kvennaflokki en það sænska var í öðru sæti. Danska liðið varð í fjórða sæti með jafnmörg stig og við en mun lakari markatölu. Gestgjafarnir Eistar voru í fimmta sæti.

Hjá körlunum urðum við í fjórða sæti og eina liðið sem stóð í dönum sem urðu Norðurlandameistarar. Danir sigruðu okkur með einu marki, 1 – 0 sem var skorað á loka sekúndum leiksins á 94 mínútu. Noregur varð í öðru sæti, svíar í því þriðja og eins og í kvennaflokki þá urðu gestgjafarnir Eistar í fimmta sæti.

Scroll to Top