Norðurlandamót í Maraþoni í Óðinsvéum í Danmörku

Norðurlandamót lögreglumanna í maraþoni 2019 fór fram samhliða H.C Andersen maraþonmótinu í Óðinsvéum í Danmörku 29. september s.l. Það voru 4 sem hlutpu maraþonið frá Íslandi. Birgir Már Vigfússon sem hljóp á 4:19 mín. Lárus Gohar Kazmi sem hljóp á 5:15 mín. Hálfdán Daðason sem hljóp á 6:14 mín. og Linda B. Thorberg sem hljóp á 5:33 mín. Sigurvegarar urðu Thorkild Sundstrup frá Danmörku sem hljóp á 3.29 mín. í karlaflokki og Kaisa Kukk frá Eistlandi sem hljóp á 4:00 mín. Kaisa sigrað einnig á NPC í maraþoni sem fram fór á Íslandi 2015. Guðmundur A. Jónsson RLS, tók einnig þátt í mótinu. 

Scroll to Top