Fer fram laugardaginn 03 október n.k. við Lögregluskólann og hefst kl. 14:00. Keppnin mun fara fram undir styrkri stjórn Aðalsteins Bernharðssonar og honum til halds og trausts verða Gylfi Þór Gíslason Vestfjörðum og Jóhanns Karl Þórisson og Ingólfur Ingólfsson LRH. Hvetjum við sem flest embætti til að senda lið í keppnina en í hverju liði eru 4 keppendur. Hvert embætti má senda fleiri en eitt lið. Á síðasta ári fór fyrsta mótið fram og tókst vel til en þá var eftir því tekið að ekkert lið var frá Rls, sérsveit, og því er sérstök hvatning á sérsveitarmenn að senda lið til keppninnar.