Lögguhreysti 2014

Boðað er til keppni í lögguhreysti á vegum Íþróttasambands lögreglumanna. Keppt verður í þremur

flokkum. Það er í einstaklingskeppni, parakeppni (tveir í liði) og hópakeppni (fjórir í liði).

Keppnin mun fara fram í lögregluskólanum, laugardaginn 13. September og hefst hún kl. 14:00

Í Lögguhreystinu er í grunninn keppt í þrekbraut lögregluskólans með nokkrum undantekningum.

Keppt verður í karla og kvennaflokki í einstaklingskeppninni.

Í parakeppninni verður boðið upp á karla-, kvenna- og kvenna/karlaliðakeppni.

Í liðakeppninni verður einnig boðið upp á karla-, kvenna- og karla/kvennakeppni.

Einstaklingskeppni.

Keppnin fer þannig fram að hver einstaklingur reynir að fara brautina, hlaupa og 2 – 4 auka

þrekæfingar.

Parakeppni.

Þar eru saman tveir keppendur, sem fara brautina, hlaupa og taka 4 – 8 auka æfingar. Auka

æfingarnar mega keppendur skipta á milli sín.

Liðakeppni.

Þar keppa fjögra manna lið, sem fara brautina, hlaupa og taka 4 – 8 auka æfingar. Auka æfingarnar

mega keppendur skipta á milli sín, en það verða tveir úr hverju liði að taka hverja æfingu fyrir sig.

Nánar verður auglýst síðar um tilhögun mótsins.

Ef þið hafið fyrirspurnir eða tillögur um keppnina þá endilega sendið þær á Aðalstein B. í LSR.

steinib@logreglan.is

Scroll to Top