LRH1 sigraði á landsmóti lögreglumanna í innanhússknattspyrnu 2024

Landsmót lögreglumanna í innanhússknattspyrnu 2024 fór fram í Egilshöll laugardaginn 27. apríl s.l. Mótshaldari var ÍFL/LRH og af þeirra hálfu var það Guðjón Sveinsson sem var allt í öllu í mótshaldinu. Mótið átti upphaflega að fara fram á Suðurnesjum en vegna anna tengdum náttúruhamförunum á Reykjanesi, tók ÍFL/LRH að sér að halda mótið.

Fjögur lið mættu til leiks, LRH með tvo lið, RLS með eitt lið og Vesturland með eitt lið. Leikin var tvöföld umferð. Eins og áður segir fór mótið fram í Egilshöll á gervigrasi og leikið þvert á völlinn á öðrum vallarhelmingnum. Fimm leikmenní hvoru liði, þar af einn markmaður.

Þegar kom á síðasta leiknum sem var á milli liðs Vesturlands og LRH1 var ljóst að um hreinan úrslitaleik var að ræða. Vesturland var með 13 stig en lið LRH1 var með 12 stig. LRH bar sigur úr býtum 2 – 0 og urðu þar með sigurvegarar mótsins.

Úrslit leikja:

LRH2 RLS 0 4
LRH1 Vesturland 1 4
LRH1 LRH2 6 3
Vesturland RLS 3 3
RLS LRH1 1 2
LRH2 Vesturland 3 8
RLS Vesturland 1 2
LRH2 LRH1 2 3
Vesturland LRH2 4 2
LRH1 RLS 4 2
RLS LRH2 4 1
Vesturland LRH1 0 2

Úrslit mótsins:

  Stig Sæti Markask. Mörk fengin á sig +/-
LRH1 15 1. 18 12 6
Vesturland 13 2. 21 12 9
RLS 7 3. 15 12 3
LRH2 0 4. 11 29 -18

Prúðasta liðið var valið LRH2.

Besti leikmaðurinn var valinn Sigurjón Guðmundsson Vesturlandi.

Markahæsti leikmaðurinn var Arnar Smári Bjarnason Vesturlandi með 8 mörk.

Lið Vesturlands.

Lið RLS

Í lokin fékk Guðjón Sveinsson þakklætisvott frá ÍSL fyrir mótshaldið.

ÍSL þakkar ÍFL/LRH fyrir mótshaldið og að hlaupa í skarðið fyrir Suðurnesjamenn.

Stefnt er að því að mótshald 2025 verði í höndum Suðurnesjamanna.

Óskar Bjartmarz

formaður íSL

Scroll to Top