Mótið fór fram sunnudaginn 18. febrúar 2024, í húsakynnum Crossfit Sport í Sporthúsinu í Kópavogi.
Keppt var í liðakeppni kvenna og karla þar sem tvær konur eða tveir karlar mynduðu lið.
Skráð voru fjögur lið í kvennaflokki og þrjú lið í karlaflokki en til leiks mættu fjögur kvennalið en aðeins eitt karlalið.
Keppendur í kvenna flokki í ár voru þær:
Anna Kara Eiríksdóttir og Sandra Rún Grétarsdóttir, LRH
Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Harpa Lind Þrastardóttir, LRH/LSS
Theódóra Valtýsdóttir og Sólrún Kristjánsdóttir, LSL
Nanna Ómarsdóttir og Helga Siemsen Guðmundsdóttir, LRH.
Í karlaflokki var eitt lið:
Andrés Kristleifsson og Leó Björnsson, RLS.
Keppt var í fjórum greinum (wodum) og gátu liðin mest fengið 16 stig.
Fyrsta grein mótsins fólst í því að keppendur áttu að gera 30 endurtekningar af „wall balls“, hjóla 20 cal echo bike, 30 endurtekningar af deadlift (karlar með 80 kg. stöng og konur 60kg. stöng) og hjóla aftur 20 cal echo bike eins oft og liðið gat á 10 mínútur. Eftir það var pása í 2 mínútur og svo höfðu keppendur 3 mínútur til að ná sem flestum cal á echo bike. Liðsmenn liðanna máttu skipta æfingunum upp að vild á meðan æfingin var framkvæmt en aðeins einn mátti gera í einu. Anna kara og Sandra Rún sigruðu þá grein í kvennaflokki.
Önnur æfing mótsins var „clean and Jerk“. Þar áttu liðsmenn liðanna að framkvæma eitt clean og jerk, eins þungt og hver liðsmaður gat lyft, og höfðu liðin 12 mínútur til að framkvæma þessa æfingu og ná sem þyngstu gildri lyftu. Það lið sem náði samanlagðri mestu heildar þyngd vann umrædda grein. Í greininni sigruðu Sandra Rún og Anna Kara með samtals 185kg. Andrés og Leó lyftu samtals 240kg.
Að lokum endaði mótið á svokölluðum „chipper“ þar sem fjölda æfinga með mörgum endurtekningum er framkvæmd. Í greininni voru konur með 42,5kg. stöng og tvö 15kg. handlóð og karlar 60kg. stöng og tvö 22,5kg. handlóð. Greinin hófst á að konur áttu að róa á róðravél 80 cal og karlar 100 cal. Því næst áttu liðin að framkvæma 40 endurtekningar af framstigi með stöng í svokallaðri „front rack“ stöðu, 30 endurtekningar af axlalyftum, 40 endurtekningar af svokölluðu „lateral burpees“ yfir stöngina, 30 endurtekningar af „ground to overhead“ þar sem keppendur máttu annað hvort framkvæma „clean og jerk“ eða „snatch“, 40 endurtekningar af „box step over“ þar sem keppendur héldu á tveimur handlóðum og 50 endurtekningar af upphýfingum. Þá þurftu liðsmenn liðanna að framkvæma allar æfingar aftur í öfugri röð og enda á að róa 80 og 100 cal á róðurvél og höfðu liðin 30 mínútur til að klára æfinguna eða að klára sem flestar endurtekningar til að sigra í greininni. Þar unnu Jóhanna Júlía og Harpa Lind en þær voru í 28 mínútur og 52 sekúndur að klára greinina.
Í karlaflokki sigruðu Andrés og Leó með fullt hús stiga.
Sigurvegarar í karlaflokki frá v. Leó Björnsson og Andrés Kristleifsson
Í kvennaflokki sigruðu Anna Kara og Sandra Rún með 15 stig, í öðru sæti lentu Jóhanna Júlía og Harpa Lind með 12 stig, í því þriðja Theódóra og Sólrún með 9 stig og fjórða sæti Nanna og Helga Siemsen með 4 stig.
Sigurvegarar í kvennaflokki frá v. Sandra Grétarsdóttir og Anna Kara Eiríksdóttir
Auk verðlaunagripa fengu sigurvegarar gjafapoka frá Hreysti.
Allir keppendur á mótinu
Það er ljóst að innan okkar raða eru hörku konur sem sýndu ótrúlegan árangur á mótinu og var keppnin hörð. Litlu munaði á kvenna liðunum í flestu greinunum. Þá er ekki hægt að segja það sama um karla flokkinn en Andrés og Leó gáfu ekkert eftir og lögðu línuna fyrir næsta mót þar sem vonandi einhverjir karlar skrá sig til leiks til að veita þeim keppni.
Finnur Kristjánsson sá um að hanna æfingar mótsins sem og að annast mótshald.
Dómarar með honum voru: Kári Walther, Þóra Björk Þorgeirsdóttir, Árni Lund og Hildur Kristín Þorvarðardóttir.
Mótsstjóri og starfsmenn frá v. Hildur Kristín, Kári Walther, Finnur, Árni Lund og fyrir framan Þóra Björk
Mótshjaldari f.h. ÍSL
Finnur Kristjánsson
Ég vil fh. Íþróttasambands lögreglumanna, ÍSL, þakka Finni fyrir allt hans framlag til mótsins og einnig þeim sem aðstoðuðu við mótshaldið.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL