Landsmót lögreglumanna í Pílukasti 501 fór fram laugardaginn 24. febrúar s.l. í húsakynnum Bullseye við Snorrabraut. Hér var um að ræða fyrsta landsmót ÍSL í pílukasti. Það voru 26 keppendur skráðir til leiks og af þeim mættu 24. Því miður voru engar konur sem tóku þátt í mótinu en það getur ekki annað en staðið til bóta. Mótið hófst með riðlakeppni með 8 þriggja manna riðla. Tveir efstu í hverjum riðli komust síðan í 16 manna úrslit, þar sem leikin var útsláttarkeppni þar til tveir stóðu eftir og léku þeir til úrslita. Þeir átta sem eftir stóðu í riðlunum léku síðan í B keppni með sama fyrirkomulagi, útsláttarkeppni þar til tveir stóðu eftir og léku þeir til úrslita.
Til úrslita á mótinu léku þeir Trausti Freyr Jónsson og Hinrik Konráðsson báðir frá lögreglunni á Vesturlandi. Trausti sigraði 4-2 og er hann því fyrsti Pílukastmeistari ÍSL 2024.
Í 3 – 4 sæti urðu þeir Egill Egilsson RLS og Hreinn Sverrisson LRH.
B keppnina sigraði Karl Ingi Vilbergsson Hérðassaksóknara en hann sigraði Vigni Inga Eggertsson LRH 3-2. Í 3 – 4 sæti urðu þeir Arnar Guðjón Skúlason LRH og Andri Snær Kristmannsson LRH.
Liðakeppnina sigraði B sveit Lögreglunnar á Vesturlandi, þeir Trausti Freyr Jónsson, Arnar Magnússon og Stefnir Örn Sigmarsson. A sveit Vesturlands varð í öðru sæti með 24 stig og í þriðja sæti varð sveit LRH-A með 22 stig sem var sami stigafjöldi og lið RLS fékk en náði 3ja sætinu með betri árangri í útsláttarkeppninni.
Það er ljóst miðað við þessa þátttöku að þetta mót er komið til með að vera.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL