Lið ÍSL náði 7unda sæti í úrslitakeppni Evrópumóts lögreglumanna í körfuknattleik sem fram fór í Aþenu í Grikklandi 23. – 30. september s.l. Við lentum í erfiðum riðli með heimamönnum Grikkjum og Litháum en þetta hafa allatíð verið bestu liðin á EPC mótum lögreglumanna. Fjórða liðið var síðan Lúxemborg. Vegna þessa erfiða riðils var raunhæft að stefna á 5ta sætið í upphafi mótsins. Við töpuðum hins vegar öllum þremur leikjunum í riðlinum en sigruðum síðan Holland í leik um 7. sæti. Tapið gegn Lúxemborg var eitthvað sem ekki átti að gerast undir eðlilegum kringumstæðum.