Þáttaka á Evrópumótum 2014

Stjórn ÍSL hefur ákveðið að athuga með vilja og getu lögreglumanna og kvenna til að taka þátt í evrópumótum í Þríþraut – Maraþoni og Víðavangshlaupi sem fram eiga að fara 2014. Þríþrautin er 1,5 km. sund, 40 km. hjólreiðar og 10 km. hlaup. Víðavangshlaupið er 12 km. hjá körlum og 8 km. hjá konum. Hálfdán Daðason og Jóhann Karl Þórisson stjórnarmenn hjá ÍSL munu hafa veg og vanda af forkönnun og undirbúningi vegna þessara greina. Þau sem telja sig eiga erindi á þessi mót eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við annan hvorn þeirra.

Scroll to Top