Evrópumót í judó í Ungverjalandi

15. Evrópumót lögreglumanna í judó fór fram í Györ í Ungverjalandi 09. – 13. maí s.l. Bjarni Skúlason keppti á mótinu í -100 kg. flokki. Með honum í för voru þeir Arnar Marteinsson sem aðstoðarmaður og Hálfdán Daðason sem fararstjóri. Bjarni keppti fyrst við Búlgarann, Boris Georgiev en tapaði fyrir honum. Boris varð síðan Evrópumeistari í þessu flokki. Því næst glímdi Bjarni við Rússann, Urii Panasenkov en tapaði einnig fyrir honum. Rússinn glímdi síðan um bronsið en tapaði þeirri glímu. Þrátt fyrir töpin stóð Bjarni sig vel en hann var óheppinn með mótherja. Það voru 13 sem kepptu í -100 kg. flokki.