Fór fram í Tallinn í Eistlandi 10 maí 2025.
Þingið sóttu f. h. ÍSL Óskar Bjartmarz, Jóhann Karl Þórisson og Jón S. Ólason. Tillaga frá okkur um að keppt verði í riðlum á NPC í knattspyrnu þegar liðin eru 5 eða fleiri. Í öðrum riðlinum verða þá 2 lið, ef liðin eru fimm, en þau keppa tvo leiki til að fá úr því skorið hvort liðið leikur til úrslita á mótinu. Þessi tillaga var samþykkt.

Danir lögðu fram tillögu um að gera Padel að formlegri grein innan norræna sambandsins. Samþykkt að halda annað óformlegt mót sem Svíar ætla að halda í byrjun árs 2027.
Tillaga frá okkur um að opna bankareikning í Danmörku til að taka á móti styrkjum frá sjóðunum, LEWHF og LEW í Danmörku og Sviss sem aðeins eru ætlaðir NPC í knattspyrnu. Hún var samþykkt.
Finnar eru óvirkir meðlimir, eða sleeping members og voru því ekki á þinginu. Þeir áttu að taka við formennsku í NPSA á þessu þingi en það var ljóst fyrir þing að svo yrði ekki. Norðmenn tóku því við formennskunni enda næstir í röðinni á eftir Finnum.

Óskar Bjartmarz verður áfram í stjórn NPSA og Jóhann Karl Þórisson í tækninefnd NPSA næsta tímabil.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL