Fór fram laugardaginn 24 maí 2025 en það átti að fara fram september/október 2024 en var frestað af ýmsum ástæðum til vorsins. Þingið fór fram í sal LR að Hátúni 6a.

Rétt til þingsetu áttu 39 þingfulltrúar frá 11 aðildarfélögum/nefndum innan ÍSL. Einnig eiga stjórn, skoðunamenn reikninga ÍSL ásamt heiðursfélögum rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétt.

Það voru 20 þingfulltrúar frá 5 félögum/nefndum sem mættu til þings, að auki voru Óskar Bjartmarz formaður ÍSL og heiðursfélagarnir Guðmundur St. Sigmundsson, Óskar Sigurpálsson og Hálfdán Daðason.

Óskar Bjartmarz formaður fór yfir starfsemi sambandsins á tímabilinu sem var hefðbundin.

Landsmót í skotfimi, golfi, innanhússknattspyrnu bæða eldra og yngra og holukeppni ÍSL. Einnig var haldið landsmót í CF/Throwdown eða Functional Fitness eins og það kallast í norræna samstarfinu. Þá er landsmót í Pílukasti 501 að festa sig í sessi.

Tekið var þátt í tveimur norðurlandamótum á tímabilinu.
NPC Functional Fitness maí 2023 í Stokkhólmi, við vorum með sjö keppendur fjóra karla og þrjár konur.
Best árangrinum náði Anna Kara Eiríksdóttir sem náði 6 sæti í kvennaflokki.

NPC í knattspyrnu í Stokkhólmi í Svíþjóð í júní 2024. Vorum bæði með karla- og kvennalið. Árangur viðunandi en með smá heppni hefði hann getað orðið betri. Í karlaflokki var keppt í riðlum þar sem það voru 6 lið sem mættu til leiks en í kvennaflokki voru 5 lið og urðu öll liðin að leika 4 leiki á 5 dögum, sem er í raun fáránlegt fyrirkomulag. Til er sjóður í Danmörku, LEWHF, hann var stofnaður af Lars Eric Weinås en hann var upphafsmaðurinn að bókunum Norræn Sakamál. Þær voru gefnar út á norðurlöndum í samvinnu við íþróttasambönd lögreglumanna og öfluðu samböndunum góðra tekna, meðan þeirra naut við. Í dag er engin útgáfustarfsemi til staðar og sjóðurinn, sem á fasteignir í Danmörku, er ávöxtunarsjóður. Eitt af hlutverkum hans er að styðja lögregluíþróttir. Sjóðsstjórn hefur ákveðið að styrkur til íþróttastarfs lögreglumanna fari í NPC í knattspyrnu. Hann var 100.000-euro 2024 frá hvorum sjóð en verður að öllum líkindum 200.000-euro á næsta móti, sem haldið verður í Danmörku 2028.

EPC í körfuknattleik kvenna fór fram í borginni Heraklion á Krít í Grikklandi í maí 2024. Í fyrsta skipti sem við erum með í kvennakörfunni. Við renndum algjörlega blint í sjóinn með getu okkar liðs gagnvart andstæðingum okkar. Liðið gerði sér lítið fyrir og byrjaði á að sigra lið Frakka sem voru ríkjandi meistarar. Liðið sigraði einnig Breta en tapaði fyrir Belgum. Vegna innbyrgðist úrslita Íslands, Frakklands og Belgíu þá sat okkar lið eftir og varð í þriðja sæti í riðlinum. Það þýddi að keppt var við lið Ungverja um 5ta sætið. Sá leikur vannst örugglega. Frammistaða liðs okkar á mótinu var til mikils sóma en eina sem skyggði á var að Sigrún Sjöfn Ámundadóttir meiddist í leiknum á móti Belgum en hún fór úr axlalið og var óleikfær það sem eftir var mótsins.

EPC í júdó Sofia í Búlgaríu í júní 2024 þangað sendum við þrjá keppendur í karlaflokki. Árni Pétur Lund og Sveinbjörn Jun lura náður báðir sjöunda sæti í -90 kg. flokki sem var besti árangur okkar.

Jón S. Ólason gjaldkeri lagði fram ársreikninga ÍSL fyrir árin 2022, 2023 og 2024. Á árinu 2022 var stærsti kostnaðarliðurinn vegna NPC í skotfimi sem fram fór á Íslandi 16. – 21. maí. Það ár voru útgjöld rétt rúmlega 13 m. en eigið fé í lok ársins voru um 5,4 m. Eigið fé í lok árs 2023 var 5,7 m. og í lok árs 2024 5,4 m. Rétt er að geta þess að vegna styrksins frá LEWHF til NPC í knattspyrnu þá spöruðust um
2,2 m. í þátttökugjöld og síðan fengum við um 600.000 kr. endurgreitt upp í ferðakostnað.

Þing USPE fór fram í Þesalóniku í Grikklandi í nóvember 2024. Þar átti ÍSL tvo fulltrúa Óskar Bjartmarz og Jóhann Karl Þórisson.

Þing NPSA fór fram í Tallinn í Eistlandi í maí 2025. Þangað fóru Óskar Bjartmarz, Jóhann Karl Þórisson og Jón S. Ólason. Helst má nefna frá þinginu að þar var samþykkt tillage ÍSL um að þegar lið eru 5 eða fleiri verði ætíð keppt í riðlum en ekki allir við alla þegar um 5 lið er að ræða. Þessi tillaga ÍSL var samþykkt.

Aftur að þingi ÍSL. Fyrir þinginu lágu 3 tillögur um laga og leikreglna breytingar.

Tvær frá stjórn.

  1. Varðandi breytingar á reglum um innanhússknattspyrnu, bæði yngra og eldra. Þ.e. að 7. liður er tekinn út sem lýtur að greiðslu árgjalda sem hefur verið hætt. Og að yngra mótið fari fram á gervigrasi eða parketi til vara og að eldra mótið fari fram á parketi en gervigrasi til vara.  Tillagan samþykkt.
  2. Breyting varðandi landsmót í pílukasti. Þ.e. tveir efstu í riðlum fara í A-úrslit og þeir sem eru eftir fara í B-úrslit.  Í riðlakeppni verður að spila best af þremur þ.e. sá sem vinnur tvo leggi vinnur leikinn.  Þetta fyrirkomulag verður líka í úrslitum 32,16 og 8 manna.  Í undanúrslitum og úrslitum er spilað best af sjö þ.e. það þarf að vinna fjóra leggi til að vinna leikinn.  Ef leikur hefur ekki klárast fyrir 16. umferð skal „búllað“kastað í miðjuna sá vinnur leikinn sem er nær.  Einnig var í tillögunni atriði varðandi sveitakeppni í pílukasti.  Hvert sæti gefur stig í sveitakeppni skv. stigatöflu.  Tillagan samþykkt.
  3. Jón Gunnar Sigurgeirsson f.h. ÍFL Reykjavík lagði fram tillögu um að lögreglumenn sem láta af störfum vegna aldurs hafa rétt til þátttöku í mótum ÍSL sem fullgildir þátttakendur. Tillagan samþykkt.

Þá voru eftir tvær tillögur sem ekki höfðu borist fyrir tilskilinn tilkynningafrest. Heimilt er samkvæmt lögum ÍSL að taka slíkar tillögur fyrir ef ¾ hlutar þingfulltrúa samþykka það. Þingforseti bar upp hvort þingheimur samþykkti að þessar tillögur fengju afgreiðslu á þinginu í samræmi við 8 gr. laga ÍSL um Störf landssambands þings eru:  Allir þngfulltrúar samþykktu að þessar tillögur fengju meðferð og afgreiðslu á þinginu.

Óskar Bjartmarz lagði fram tillögu um breytingu á 9. gr. 2. mgr. um að tilkynningar um framboð til stjórnar skulu berast til formanns eigi síðar en 15 dögum fyrir þing og framboð til formanns skulu berast til varaformanns eigi síðar en 15 dögum fyrir þing.  Tillagan samþykkt.

Jóhann Karl lagði fram tillögu að leikið skuli af meistarflokksteigum í flokki A á Landsmóti lögreglumanna í golfi á því ári sem Norðurlandamót í golfi er fyrirhugað.  Tillagan samþykkt.

Óskar Bjartmarz var einróma kosinn formaður en hann hafði lýst því yfir lok sinnar skýrslu að þetta væri í síðasta skipti sem hann gæfi kost á sér sem formaður.

Aðrir í stjórn voru kosin.

Jóhann Karl Þórisson, Jón Gunnar Sigurgeirsson, Guðjón Rúnar Sveinsson, Hafdís Albertsdóttir, Kjartan Ægir Kristinsson,
Kristína Sigurðardóttir og Ólafur Örvar Ólafsson.

Jón S. Ólason og Kristján Fr. Geirsson höfðu lýst þvi yfir að þeir gæfu ekki kost á sér áfram í stjórn ÍSL.

Jón S. og Kristján voru síðan einróma gerðir að heiðursfélögum ÍSL.
Að loknu þingi fór fram afhending heiðursmerkja ÍSL, nokkrir aðilar kvaddir og þakkað fyrir vel unnin störf fyrir ÍSL.

Óskar Bjartmarz formaður ÍSL afhendir Jóni S. Ólasyni þakklætisvott fyrir störf sín fyrir ÍSL að loknu þingi.

 

Óskar Bjartmarz formaður ÍSL afhendir Kristjáni Fr. Geirssyni þakklætisvott fyrir störf sín fyrir ÍSL, að loknu þingi

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

 

 

Scroll to Top