Reglur um Landsmót ÍSL í holukeppni

1. Mótið heitir: Landsmót lögreglumanna í holukeppni
2. Mótið er haldið á vegum Íþróttasambands Lögreglumanna (ÍSL).
3. Golfnefnd ÍSL er umsjónaraðili mótsins hverju sinni.
4. Ekkert þátttökugjald er í mótinu en teiggjald í hverri umferð greiðist af
  keppendum að undanskildum undanúrslita- og úrslitaleikjum.
5. Um þáttökurétt fer sem segir í: Reglur um rétt til þátttöku í Landsmótum ÍSL.
6. Keppnin fer fram frá miðjum júní og lýkur með 4 manna úrslitum í síðasta lagi
  um miðjan ágúst.
7. Tilkynning um mót er send út og tilkynningarfrestur upp gefinn. Að honum
  loknum skal draga saman aðila til að keppa sín á milli. Heimilt er að byggja þann
  drátt á svæðisbundnum forsendum.
8. Keppnisfyrirkomulag skal vera eftirfarandi.
  Forkeppni skal viðhöfn ef á þarf að halda, þannig að eftir standi 16 eða 8
  keppendur. Forkeppnin er einnig holukeppni og fer fram á milli þess fjölda sem
  þarf til að eftir standi 16 eða 8 keppendur. Hjáseta ræðst af forgjöf hvers og eins
  þann dag, sem dregið er fyrir viðkomandi umferð og sitja þeir hjá sem hafa
  lægstu forgjöfina. Sá sem dregin er fyrr út skal vera umsjónaraðili í viðkomandi
  leik og ákveður keppnisvöll. Í fyrsta drætti skal leggja línur um hvenær hverri
  umferð fyrir sig skal vera lokið.
9. Holukeppnin er einstaklingskeppni, með forgjöf, í allt að 18 holur eða þar til
  úrslit ráðast í hverjum leik. Undanúrslit skulu fara fram þannig að dregið er um
  hverjir keppa innbyrgðis og síðan leika þeir sem tapa um 3ja til 4a sæti og þeir
  sem sigra um 1sta og 2að sæti. Undanúrslit og úrslit skulu fara fram á velli sem
  ákveðinn er af golfnefnd ÍSL og fara fram samdægurs. ÍSL greiðir teiggjöld í
  undanúrslitum- og úrslitum.
10. Veittur er eignabikar fyrir sigurvegarann. Veittir eru gull, silfur fyrir fyrsta og
  annað sæti og brons verðlaunapeningar fyrir 3 – 4 sæti.
11. Verðlaunapeningar eru sérstakir ÍSL verðlaunapeningar sem ÍSL greiðir fyrir.
12. Reglum þessum verður einungis breytt á þingi ÍSL.
  Samþykkt á stjórnarfundi ÍSL þann 08. 12. 2012
  Breytt á þingi ÍSL 2014
Scroll to Top