Norðurlandamót lögreglumanna- og kvenna i Golfi 8-11 september 2025.

Það var glaðbeittur hópur kylfinga og fararstjóra sem innritaði sig í flug Icelandair til Kaupmannahafnar síðdegis sunnudaginn 7 september.  Framundan var keppnisferð til Óðinsvéa í Danmörku þar sem Norðurlandamót lögreglumanna í Golfi yrði haldið 8-11 september.

Gist var fyrstu nóttina á hóteli við Kastrup flugvöll og síðan haldið með rútu til Óðinsvéa snemma að morgni 8. Sept.  Um tveggja tíma akstur var á golvöllinn.  Er þangað kom gerðu menn og konur sig klára í æfingarhring á hinum fornfræga golfvelli Odense Golf Klub.

Til stóð að fara með 6 karla og 3 konur á mótið en sökum forfalla þá þurfti að fækka í karlahópnum í 5.  Lið Íslands skipaði að þessu sinni.  Birgir Már Vigfússon, Ingvar Andri Magnússon, Sigurbjörn Þorgeirsson, Hinrik Konráðsson, Friðrik K. Jónsson, Hekla I. Daðadóttir, Sara Sigurbjörnsdóttir og Anna Karen Hjartardóttir. Kristína Sigurðardóttir var liðsstjóri og undirritaður var fararstjóri.

Eftir æfingahring og kvöldmat var haldið á hótel til hvíldar.

Fyrri keppnisdagur hófst eftir að Henrik formaður danska Íþróttasambandsins setti mótið.  Sól skein í heiði og hitinn yfir 20 gráður.  Stuttbuxur og Stuttermabolur var  dagsins.  Að loknum fyrri keppnisdegi var Íslandi í góðum málum, Birgir Már leiddi karlaflokkinn með þremur höggum og Anna Karen leiddi kvennaflokkinn með 4 höggum.

Það var þungskýjað daginn eftir og gekk á með miklum skúrum við og við yfir daginn en keppendur létu það lítið á sig fá.  Birgir Már fór að gefa eftir þegar á leið og fóru leikar svo á endanum að hann endaði í 10 sæti.  Sigurbjörn Þorgeirsson stóð sig best af íslensku keppendunum en hann endaði í 6 sæti.    Anna Karen var í baráttunni alveg fram á 18 holu en þá fór upphafshögg hennar út fyrir vallarmörk og endaði hún í 3 sæti í einstaklingskeppninni aðeins 3 höggum á eftrir 1. sætinu.

Anna Karen lék svo umspilsholu fyrir hönd Íslands á móti Svíþjóð um 1 sæti í liðakeppni kvenna, hún sigraði hina sænsku með glæsibrag og Ísland hreppti því fyrsta sætið.

Karlalið Íslands hreppti svo þriðja sætið í liðakeppni karla.

Sigurvegarar í einstaklingsflokki karla og kvenna voru frá Danmörku.

Carstein Thorn Ekström á 153 höggum og Cecilie Bofill á 159 höggum.

Ásættanlegur árangur hjá okkur.  Næsta mót verður haldið í Svíþjóð að 4 árum liðnum.

Jóhann Karl Þórisson
varaformaður ÍSL og fararstjóri í ferðinni

 

 

Scroll to Top