Mótið fór fram 16. maí í skotsalnum í Digranesi. Af ýmsum ástæðum tókst aðeins að halda keppnina í Glockbyssunni, þjónustuvopninu, hinar greinarnar Loftbyssa og Sportbyssa fara fram í haust.
Það voru 19 keppendur, sem mættu til að keppa með Glockbyssu, frá fimm embættum, þar af 4 konur.
Sigurvegari:
Magnús Ragnarsson frá embættinu á Suðurlandi með 448 stig
Annar Magni Hafsteinsson frá RLS með 446 stig
Þriðji Sigfús Benóný Harðarson frá RLS með 444 stig
Sveitakeppnina sigraði sveit RLS með 1264 stig en hana skipuðu þeir:
Magni Hafsteinsson, Gunnar Scheving Thorsteinsson og Friðrik Elí Bernhardsson.
Í öðru sæti varð sveit Suðurlands með 1234 stig en hana skipuðu þau
Magnús Ragnarsson, Margrét Helga Sigurbjargardóttir og Ingvar Leví Gunnarsson
Í þriðja sæti varð b sveit RLS með 1213 stig en hana skipuðu þeir:
Birgir Óttar Bjarnason, Árni Pétur Lund og Sigfús Benóný Harðarson
Alls voru sex sveitir sem tóku þátt.
Eins og áður segir þá verður mótið klárað í haust en 2026 fer fram norðurlandamót lögreglumanna í skotfimi í Danmörku.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL