Fór fram á Garðavelli á Akranesi þriðjudaginn 22. júlí. Veður var með ágætum bjart og vindurinn lét lítið fyrir sér fara. Mótshald var í höndum heimamanna og þar fór fremstur í flokki Trausti Fr. Jónsson
Það voru 52 keppendur sem mættu til leiks þar af 5 gestir. Þetta er í þriðja skipti sem mæta 52 keppendur á landsmót ÍSL í golfi en í hin tvö skiptin voru gestir aðeins 3 þannig að lögreglumenn og konur voru 49 í þau skipti en 47 núna. Þetta var 46 landsmótið í golfi en fyrsta mótið fór einmitt fram á Garðavelli 1980.
Keppt var í eftirfarandi flokkum A – B – C – D, Öldunga-, Heldri manna-, kvenna- og gestaflokki. Í kvennaflokki voru 8 konur sem er alveg frábært og vonandi vísbending um að golf sé að eflast meðal lögreglukvenna. Í A flokki er keppt í höggleik en í öðrum flokkum fer fram punktakeppni
Birgir Már Vigfússon RLS varð Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi 2025.
Úrslit urðu eftirfarandi:
A flokkur:
Birgir Már Vigfússon RLS 72 högg
Sigurbjörn Þorgeirsson LNE 76 högg
Ingvar Andri Magnússon LSL 81 högg

Kvennaflokkur:
Sara Sigurbjörnsdóttir LNE 35 punktar
Anna Karen Hjartardóttir LNV 34 punktar
Rebekka Heimisdóttir LVL 32 punktar


B flokkur:
Atli Aðalsteinsson LVL 37 punktar
Halldór Björn Malmberg LRH 33 punktar
Ingólfur Már Ingólfsson LRH 28 punktar

C flokkur:
Björn Óskar Andrésson LVL 36 punktar
Magnús V. Guðmundsson RLS 34 punktar
Arnar Geir Magnússon LVL 32 punktar

D flokkur:
Kristján Ingi Hjörvarsson LVL 39 punktar
Jón Arnar Sigurþórsson LVL 29 punktar
Pétur Björnsson LNV 21 punktur

Öldungaflokkur:
Skúli Jónsson LRH 30 punktar
Tryggvi Kr. Ólafsson LVE 22 punktar
Jóhann Karl Þórisson LRH 22 punktar

Heldrimanna flokkur:
Þórir Björgvinsson 28 punktar
Gísli Þorsteinsson 23 punktar
Óskar Herbert Þórmundsson 21 punktur

Gestaflokkur:
Ragnar Kristjánsson 26 punktar
Helena Rut Steinsdóttir 25 punktar
Jónas Jónsson 24 punktar

Það voru 9 sveitir skráðar til leiks í sveitakeppni mótsins. LRH og Vesturland með 2 sveitir hvort embætti, aðrar sveitir voru frá RLS, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.
Það var a sveit LRH sem sigraði en hana skipuðu þau Hekla Daðadóttir, Ingvar Andri Magnússon og Páll Theodórsson en þau léku á 248 höggum, Sveit RLS í öðru sæti á 249 höggum og sveit Norðurlands eystra á 260 höggum.

Almenn ánægja var með mótshaldið af hálfu þátttakenda og mega heimamenn með Trausta í fararbroddi vera hreiknir af mótshaldinu og með þáttökuna.

Ég vil fyrir hönd ÍSL þakka heimamönnum fyrir frábært mót.
Mót ársins 2026 fer fram í Vestmannaeyjum.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL