Fór fram á Garðavelli á Akranesi þriðjudaginn 22. júlí. Veður var með ágætum bjart og vindurinn lét lítið fyrir sér fara. Mótshald var í höndum heimamanna og þar fór fremstur í flokki Trausti Fr. Jónsson

Það voru 52 keppendur sem mættu til leiks þar af 5 gestir. Þetta er í þriðja skipti sem mæta 52 keppendur á landsmót ÍSL í golfi en í hin tvö skiptin voru gestir aðeins 3 þannig að lögreglumenn og konur voru 49 í þau skipti en 47 núna. Þetta var 46 landsmótið í golfi en fyrsta mótið fór einmitt fram á Garðavelli 1980.

Keppt var í eftirfarandi flokkum A – B – C – D, Öldunga-, Heldri manna-, kvenna- og gestaflokki. Í kvennaflokki voru 8 konur sem er alveg frábært og vonandi vísbending um að golf sé að eflast meðal lögreglukvenna. Í A flokki er keppt í höggleik en í öðrum flokkum fer fram punktakeppni

Birgir Már Vigfússon RLS varð Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi 2025.

 

Úrslit urðu eftirfarandi:

A flokkur:
Birgir Már Vigfússon             RLS 72 högg
Sigurbjörn Þorgeirsson         LNE 76 högg
Ingvar Andri Magnússon      LSL 81 högg

Verðlaunahafar í A flokki. Frá vinstri Sigurbjörn Þorgeirsson, Birgir Már Vigfússon og Ingvar Andri Magnússon

Kvennaflokkur:
Sara Sigurbjörnsdóttir           LNE   35 punktar
Anna Karen Hjartardóttir     LNV   34 punktar
Rebekka Heimisdóttir            LVL   32 punktar

Verðlaunahafar í kvennaflokki frá vinstri Rebekka Heimisdóttir, Sara Sigurbjörnsdóttir og Anna Karen Hjartardóttir

 

Anna Karen Hjartardóttir lögreglunni á Norðurlandi vestra, lék á fæstum höggum í kvennaflokki 77 höggum.

B flokkur:
Atli Aðalsteinsson                  LVL 37 punktar
Halldór Björn Malmberg      LRH 33 punktar
Ingólfur Már Ingólfsson      LRH 28 punktar

Vinningshafar í B flokki. Frá vinstri Halldór Björn Malmberg og Ingólfur Már Ingólfsson til hægri. Í miðjunni er Guðmundur I. Guðjónsson sem mætti til að taka við verðlaunum fyrir           Atla Aðalsteinsson

C flokkur:
Björn Óskar Andrésson         LVL   36 punktar
Magnús V. Guðmundsson    RLS   34 punktar
Arnar Geir Magnússon          LVL  32 punktar

Vinningshafar í C flokki. Frá vinstri Arnar Geir Magnússon, Björn Óskar Andrésson og Magnús Vignir Guðmundsson.

D flokkur:
Kristján Ingi Hjörvarsson   LVL  39 punktar
Jón Arnar Sigurþórsson     LVL  29 punktar
Pétur Björnsson                   LNV  21 punktur

Vinningshafar í D flokki. Frá vinstri Kristján Ingi HJörvarsson og Pétur Björnsson. Á myndina vantar Jón Arnar Sigurþórsson.

Öldungaflokkur:
Skúli Jónsson                LRH  30 punktar
Tryggvi Kr. Ólafsson    LVE  22 punktar
Jóhann Karl Þórisson  LRH 22 punktar

Vinningshafar í Öldungaflokki. Frá vinstri Jóhann Karl Þórisson, Skúli Jónsson og      Tryggvi Kr. Ólafsson.

                                            Heldrimanna flokkur:
Þórir Björgvinsson                       28 punktar
Gísli Þorsteinsson                        23 punktar
Óskar Herbert Þórmundsson    21 punktur

Vinningshafar í Heldrimanna flokki. Frá vinstri Gísli Þorsteinsson, Þórir Björgvinsson og Óskar Herbert Þórmundsson.

Gestaflokkur:
Ragnar Kristjánsson         26 punktar
Helena Rut Steinsdóttir   25 punktar
Jónas Jónsson                    24 punktar

Vinningshafar í gesta flokki. Frá vinstri Helena Rut Steinsdóttir, Ragnar Kristjánsson og        Jónas Jónsson.

Það voru 9 sveitir skráðar til leiks í sveitakeppni mótsins. LRH og Vesturland með 2 sveitir hvort embætti, aðrar sveitir voru frá RLS, Suðurnesjum, Vestmannaeyjum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra.

Það var a sveit LRH sem sigraði en hana skipuðu þau Hekla Daðadóttir, Ingvar Andri Magnússon og Páll Theodórsson en þau léku á           248 höggum, Sveit RLS í öðru sæti á 249 höggum og sveit Norðurlands eystra á 260 höggum.

Sigursveit LRH. Frá vinstri Hekla Daðadóttir, Ingvar Andri Magnússon og Páll Theodórsson

Almenn ánægja var með mótshaldið af hálfu þátttakenda og mega heimamenn með Trausta í fararbroddi vera hreiknir af mótshaldinu og með þáttökuna.

Mótshaldarar. Frá vinstri Arnar Geir Magnússon, Trausti Fr. Jónsson og                Björn Óskar Andrésson

Ég vil fyrir hönd ÍSL þakka heimamönnum fyrir frábært mót.

Mót ársins 2026 fer fram í Vestmannaeyjum.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

Scroll to Top