Undanúrslit og úrslit fóru fram mánudaginn 6. október á Urriðavelli í Heiðmörk. Veðrið var gott miðað við árstíma. Hálfskýjað 5 – 6 stiga hiti og nokkuð lyngt. Það komu nokkrir rigninga skúrir meðan á keppni stóð en heilt yfir var ekki hægt að kvarta yfir veðrinu.
Það voru 22 sem tilkynntu um þátttöku í mótinu. Þetta þýddi að það fóru fram sex leikir í undankeppni og 10 sátu hjá.
Þegar hér er komið sögu stóðu eftir þau Egill Egilsson RLS, Einar Björn Heimisson lögreglunni á Suðurlandi, Óskar Halldórsson lögreglunni á Suðurnesjum og Sara Sigurbjörnsdóttir lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Þau voru öll til staðar þennann mánudagsmorgun en keppni hófst kl. 10:00.
Ákveðið hafði verið að í undanúrslitum skyldu leiknar 9 holur en um sæti leiknar 18 holur.
Dregið var um það hver léki við hvern og kom út eftirfarandi niðurstaða.
Sara Sigurbjörnsdóttir – Óskar Halldórsson
Einar Björn Heimisson – Egill Egilsson
Báðir leikirnir voru mjög jafnir og endu báðir 2/1.
Óskar sigraði Söru og Egill sigraði Einar Björn.
Í pásunni á milli leikja bauð ÍSL uppá pizzur frá Dominos en búið var að loka veitingasölunni í golfskálanum.
Um þriðja sæti léku þau Sara og Einar Björn og fóru leikar þannig að Sara sigraði 6/5.
Til úrslita léku Óskar og Egill, þeirra leikur var jafnari en Óskar hafði sigur í leiknum sem endaði 4/2.
Óskar Halldórsson því Holumeistari ÍSL 2025.
Þess má geta að Óskar Halldórsson sigraði á fyrsta mótinu I Holukeppni 2013. Þetta var því í annað skiptið sem hann sigrar þetta mót.
- Óskar Halldórsson
- Egill Egilsson
- Sara Sigurbjörnsdóttir
- Einar Björn Heimisson
Að loknum úrslitaleiknum fór fram verðlaunaafhending.
Jóhann Karl Þórisson varaformaður ÍSL sá um mótið en undirritaður sá um undanúrslitin og úrslitin.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL