Undanúrslit og úrslit fóru fram mánudaginn 6. október á Urriðavelli í Heiðmörk. Veðrið var gott miðað við árstíma. Hálfskýjað 5 – 6 stiga hiti og nokkuð lyngt. Það komu nokkrir rigninga skúrir meðan á keppni stóð en heilt yfir var ekki hægt að kvarta yfir veðrinu.

Það voru 22 sem tilkynntu um þátttöku í mótinu. Þetta þýddi að það fóru fram sex leikir í undankeppni og 10 sátu hjá.

Þegar hér er komið sögu stóðu eftir þau Egill Egilsson RLS, Einar Björn Heimisson lögreglunni á Suðurlandi, Óskar Halldórsson lögreglunni á Suðurnesjum og  Sara Sigurbjörnsdóttir lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Þau voru öll til staðar þennann mánudagsmorgun en keppni hófst kl. 10:00.


Ákveðið hafði verið að í undanúrslitum skyldu leiknar 9 holur en um sæti leiknar 18 holur.

Dregið var um það hver léki við hvern og kom út eftirfarandi niðurstaða.

Sara Sigurbjörnsdóttir – Óskar Halldórsson

Einar Björn Heimisson – Egill Egilsson

Báðir leikirnir voru mjög jafnir og endu báðir 2/1.
Óskar sigraði Söru og Egill sigraði Einar Björn.

Í pásunni á milli leikja bauð ÍSL uppá pizzur frá Dominos en búið var að loka veitingasölunni í golfskálanum.

Um þriðja sæti léku þau Sara og Einar Björn og fóru leikar þannig að Sara sigraði 6/5.

Til úrslita léku Óskar og Egill, þeirra leikur var jafnari en Óskar hafði sigur í leiknum sem endaði 4/2.
Óskar Halldórsson því Holumeistari ÍSL 2025.


Þess má geta að Óskar Halldórsson sigraði á fyrsta mótinu I Holukeppni 2013. Þetta var því í annað skiptið sem hann sigrar þetta mót.

  1. Óskar Halldórsson
  2. Egill Egilsson
  3. Sara Sigurbjörnsdóttir
  4. Einar Björn Heimisson

Að loknum úrslitaleiknum fór fram verðlaunaafhending.

Jóhann Karl Þórisson varaformaður ÍSL sá um mótið en undirritaður sá um undanúrslitin og úrslitin.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

 

Scroll to Top