Brons:
Berglind Frost Magnúsdóttir
Hefur leikið 8 leiki fyrir ÍSL á tveimur mótum. 4 leiki á bókamóti Norrænu sakamálabókarinar  í innanhússknattspyrnu sem fram fór í Tampere í Finnlandi 2007 og fjóra leiki á NPC í knattspyrnu í Stokkhólmi 2024. Þá var hún ein af þeim þremur konum sem beittu sér fyrir því að ÍSL sendi kvennalið á NPC í knattspyrnu 2019 í Tallinn í Eistlandi.  Hún gat reyndar sjálf ekki verið með á mótinu.

Christopher Anderiman
Hefur tekið þátt í 3 norðurlandamótum í knattspyrnu og leikið 10 leiki. Hann hefur tekið þátt í nokkrum landsmótum í innanhússknattspyrnu.

Katrín Ýr Árnadóttir
Hefur tekið þátt í einu norðurlandamóti í knattspyrnu sem leikmaður og á öðru móti sem liðsstjóri. Þá tók hún þátt Evrópumóti í Maraþonni 2022. Hún var ein af þremur konum sem voru driffjaðir í því að kvennalið ÍSL tók í fyrsta skipti þátt í NPC í knattspyrnu árið 2019 í Tallinn.

Þórgunnur Þórðardóttir
Eina lögreglukonan og ég leyfi mér að fullyrða sú eina í lögreglunni sem hefur leikið f. h. ÍSL í öllum boltagreinunum sem við tökum þátt í handbolta, fótbolta og körfubolta. Hún hefur tekið þátt í 2 mótum í handknattleik, 1 móti í knattspyrnu og 1 móti í körfubolta. Hún hefur leikið 12 leiki á þessum 4 mótum. Til gamans má nefna það að hennar helsta boltagrein er þó blak.

Þórir Ingvarsson
Hefur tekið þátt í einu norðurlandamóti í skotfimi sem keppandi. Hann var annar tveggja skotstjóra á norðurlandamótinu í skotfimi á Íslandi 2022. Þá hefur hann verið skotstjóri á ófáum landsmótum í skotfimi.

Silfur:
Björn Bjartmarz

Hefur tekið þátt í fimm norðurlandamótum í knattspyrnu, tveimur þeirra sem leikmaður og leikið 6 leiki.  Þá hefur hann verið þjálfari á einu norðurlandamóti 1991 á Íslandi og einu sinni með liðið þegar leikið var í undanriðli fyrir evrópumót 1992. Síðast var hann aðst. þjálfari á norðurlandamótinu í knattspyrnu í Stokkhólmi á síðasta ári. Hann hefur einnig tekið þátt í nokkrum landsmótum í innanhússknattspyrnu. Björn fékk bronsmerki ÍSL 2002.

Hinrik Konráðsson
Hefur keppt f.h. ÍSL á Innanhússknattspyrnumóti Norrænu sakamálabókarinnar í Åhus í Svíþjóð 2002, NPC í golfi 2022 í Stavanger, hefur tekið þátt í innanhússknattspyrnumótum ÍSL bæði yngra og eldra. Tekið þátt í landsmótum í golfi, holukeppni ÍSL og í pílukasti. Komið að undirbúningi landsmóta ÍSL og setið í íþróttanefnd síns lögreglufélags. Hinrik fékk bronsmerki ÍSL 2022.

Jón Arnar Sigurþórsson
Keppt f.h. ÍSL á NPC í skotfimi á Íslandi 2022. Þar sem hann keppti í Loftbyssu og var í sveit ÍSL sem hlaut annað sæti í liðakeppninni. Keppt á landsmótum ÍSL í innahússknattspyrnu bæða yngra og eldra og í skotfimi. Tekið þátt í landsmótum ÍSL í golfi. Verið framkvæmdaaðili að landsmótum og verið í stjórn íþróttanefndar síns Lögreglufélags. Jón Arnar fékk  bronsmerki ÍSL 2022.

Ólafur Jónsson RLS
Ólafur hefur leikið 20 leiki f. h. ÍSL. af því eru 10 leikir á 3 NPC mótum, 2007, 2011 og 2015 og 10 leiki á innanhússknattspyrnumótum. Mót Norrænu Sakamálabókarinnar í Tampere í Finnlandi 2007 og World Police Indoor Soccer Tournament í Eibergen í Hollandi 2012. Hann hefur tekið þátt í mörgum landsmótum ÍSL í innanhússknattspyrnu bæði því yngra og eldra. Ólafur fékk bronsmerki ÍSL 2012.  

Þórir Björgvinsson
Tekið þátt í landsmótum í innanhússknattspyrnu bæði yngra og eldra. Tekið þátt í landsmótum ÍSL í golfi og holukeppni ÍSL í golfi og er enn að taka þátt í landsmótum í golfi. Komið að mótshaldi landsmóta ÍSL og verið í stjórn íþróttanefndar síns Lögreglufélags. Þórir fékk brons-merki ÍSL 2022.

Gull:
Arnar Geir Magnússon
Hefur tekið þátt í fjórum NPC mótum  í knattspyrnu 1999 á Álandseyjum, 2003 í Stavanger, 2015 í Þrándheimi og 2019 í Tallinn í Eistlandi, hann hefur leikið 14 leiki í knattspyrnu f.h. ÍSL. Arnar hefur tekið þátt í landsmótum í innanhússknattspyrnu, golfi og pílukasti. Hann hefur komið að skipulagningu og mótshaldi á landsmótum ÍSL. Arnar Geir fékk silfurmerki ÍSL 2018.

Guðjón Sveinsson
Hefur tekið þátt í landsmótum í innanhússknattspyrnu, golfi og pílukasti. Hann hefur verið mótshaldari á landsmótum lögreglumanna bæði í Hafnarfirði á sínum tíma og einnig hjá LRH. Hann hefur tekið þátt í nokkrum norðurlandamótum í handbolta, hann hefur leikið 16 leiki f.h. ÍSL. Verið stjórnarmaður hjá ÍFL/LRH í nokkur ár.  Guðjón hefur setið í stjórn ÍSL frá 2023. Guðjón fékk silfurmerki ÍSL 2018.

Jóhann Karl Þórisson
Hefur verið ein aðaldriffjörðin í golfmálum lögreglumanna og verið formaður Golfklúbbs lögreglunnar um árabil. Sem slíkur hefur hann séð um framkvæmd landsmóta lögreglumanna. Hann hefur verið aðal umsjónarmaður að Holukeppni ÍSL í golfi. Hann hefur verið aðst. þjálfari kvennaliðs ÍSL í handknattleik, liðsstjóri og fararstjóri á NPC og EPC mótum. Jóhann hefur setið í stjórn ÍSL frá árinu 2010 – 2014 sem stjórnamaður, sem ritari 2014 – 2018 og er nú varaformaður ÍSL.  Jóhann Karl fékk silfurmerki ÍSL 2018.   

                                  

Jón Gunnar Sigurgeirsson
Hefur leikið 7 leiki í körfuknattleik fyrir ÍSL, fyrsta mótið var undanriðill EPM í körfuknattleik í Cardiff Wales, þá hefur Jón Gunnar leikið 2 leiki í knattspyrnu á NPM 2011 á Sauðárkróki. Hann hefur séð um undirbúning og framkvæmd margra landsmóta, fyrst fyrir Hafnarfjörð, Vesturland og LRH. Hann hefur leikið á mörgum landsmótum í innanhússknattspyrnu. Jón Gunnar hefur verið liðsstjóri eða í fararstjórn í nokkrum ferðum á vegum ÍSL á NPC og EPC í körfubolta, í Crossfit/Functional Fitness og Judó. Hann hefur verið í stjórn ÍFL/LRH í mörg ár og formaður þar síðustu árin. Hann hefur setið í stjórn ÍSL síðan 2014 og varð ritari 2020. Jón Gunnar fékk silfurmerki ÍSL 2016.

Jón Kr Valdimarsson
Hefur mikið séð um framkvæmd landsmóta í innanhússknattspyrnu bæði yngra og öldunga. Það má segja að mótshald Öldungamóts ÍSL í innanhússknattspyrnu á undanförnum árum hafi byggst á hans vilja og elju við að halda mótið. Það hefur verið haldið á Akureyri undir hans stjórn svo lengi sem elstu menn muna eða frá árinu 2011 að undanskildum árunum 2012 og 2017. Þá voru ekki mót á Covid tímanaum eða 2020, 2021 og 2022. Samtals 9 mót. Hann var formaður Íþróttafélags lögreglunnar á Akureyri í mörg ár. Jón Kr. fékk silfurmerki ÍSL 2018.                                                                      

Kjartan Ægir Kristinsson
Hefur leikið 20 leiki í handknattleik fyrir ÍSL, fyrsta mótið hans var bókamót Norrænu sakamálabókarinnar árið 2000 í Sandefjord í Noregi en síðast lék hann á NPM 2022 í Stokkhólmi. Þá tók Kjartan þátt í lögregluskólamóti Norrænu sakamálabókarinnar, í fimmtarþraut árið 2002 í Tampere í Finnlandi. Hann hefur tekið þátt í mörgum landsmótum í innanhússknattspyrnu og komið að skipulagningu og mótshaldi á einu móti. Var liðsstjóri á NPC í knattspyrnu í Tallinn 2019. Hann hefur setið í stjórn ÍSL frá 2016. Kjartan Ægir fékk silfur-merki ÍSL 2016.

Oddur Ólafsson
Hefur verið undirbúnings og framkvæmdaaðili að mörgum landsmótum lögreglumanna í golfi og innanhússknattspyrnu. Byrjaði í Kópavogi og síðan hjá LRH. Hann hefur tekið þátt í mörgum landsmótum í innanhússknattspyrnu og golfi og er enn að taka þátt í landsmótum í golfi. Oddur fékk silfurmerki ÍSL 2016.

Ólafur Örvar Ólafsson
Hefur keppt f.h. ÍSL á þremur NPM mótum í knattspyrnu og á 11 leiki, lögreglustkólamóti og þá var hann með á Innanhússknattspyrnumóti í Hollandi 2012. Hann hefur tekið þátt í mörgum landsmótum í inanhússknattspyrnu og einnig séð um framkvæmd á nokkrum þeirra. Tók þátt í undirbúningi og framkvæmd undanriðils í körfuknattleik sem fram fór á Suðurnesjum 2017 og einnig á NPC í golfi sama ár. Hann hefur verið liðsstjóri og aðstoðar þjálfari bæði karla- og kvennaliðs ÍSL í körfuknattleik á EPC mótum. Hann hefur einnig verið öflugur við að afla fjár til ÍSL þegar þess hefur þurft. Hann hefur setið í stjórn ÍSL frá árinu 2014.  Ólafur fékk silfurmerki ÍSL 2018

Pétur Guðmundsson
Pétur hefur leikið 23 leiki fyrir ÍSL, þrjá leiki í handknattleik á NPC í Åhus í Svíþjóð 2007, 15 leiki á NPC í knattspyrnu, fyrsta mótið var í Åhus í Svíþjóð 1995. Þá á hann einn leik í undanriðli EPC í knattspyrnu sem fram fór í Osló 1992.  Fjóra leiki á  móti Norrænu Sakamála-bókarinnar í Tampere í Finnlandi 2007. Síðasta mótið hans sem leikmaður var NPC í Århus í Danmörku 2007. Pétur var síðan þjálfari bæði karla- og kvennaliðs ÍSL á NPC í knattspyrnu í Stokkhólmi 2024. Pétur hefur tekið þátt í mörgum landsmótumí innanhússknattspyrnu bæði yngra og eldra mótinu og hans hefur verið sárt saknað á liðnum árum. Pétur fékk silfurmerki ÍSL 2018.

Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL

Scroll to Top