Þær sorglegu fréttir bárust með bréfi dags. 24. 09. s.l. frá finnska lögregluíþróttasambandinu SPUL að sambandið verði lagt niður frá og með 1. janúar 2026. Jafnframt tilkynnir SPUL úrsögn úr norræna lögregluíþróttasambandinu, NPSA, og því evrópska USPE.
Finnar hafa verið óvirkir meðlimir í norræna lögregluíþróttasambandinu, NPSA, á þessu ári og boðað að það yrði a.m.k. einnig á næsta ári. Þessi óvirkni stafaði af því að öll starfsemi finnska sambandsins var greidd af Ríkislögreglustjóraembættinu í Finnlandi. Ríkislögreglustjórinn hafði tilkynnt SPUL að hann gæti ekki lagt sambandinu til fé á þessu ári þar sem fjárheimildir hans embættis leyfðu það ekki.
Með bréfi til SPUL þann 1. 9. s.l. tilkynnir hann formlega að öllum stuðningi fjárhagslegum sem öðrum sé hætt af hálfu hans embættis og að finnskir lögreglumenn og konur verði að fjármagna sjálf sína þátttöku í íþróttum og öll þáttaka fari fram í eigin frítíma.
Stjórn SPUL kom saman þann 12. 09. s.l. og ákvað að hefja undirbúning að því að leggja sambandið niður frá og með 1. janúar 2026 og segja sig úr NPSA og USPE.
Það var vitað innan NPSA að staðan hjá SPUL væri tvísýn og að Marko Törmänen og hans fólk væri að heygja harða baráttu fyrir tilvist sambandsins, en engan óraði fyrir því að þetta myndi enda með þessum hætti. SPUL var stofnað 6. júlí 1947 og allt stefnir í að það ljúki brátt tilveru sinni.
Viðbrögð við brottför SPUL úr NPSA verða rætt á næsta fundi sambandsins.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL