EPC í júdó fór fram í Sofia í Búlgaríu 13. – 17. júní 2024.
Það voru þrír keppendur á vegum ÍSL á mótinu. Árni Pétur Lund frá RLS, Sveinbjörn Jun Iura frá LRH og Leó Björnsson frá RLS. Árni Pétur og Sveinbjörn Iura kepptu í -90 kg. flokki og Leó keppti í -100 kg. flokki. Bjarni Skúlason, RLS, var þjálfari liðsins og liðsstjóri var Jón Gunnar Sigurgeirsson LRH. Fararstjóri var Óskar Bjartmarz formaður ÍSL.
Flogið var til Frankfurt og þaðan til Sofia. Bjarni kom akandi frá Belgrad í Serbíu ásamt konu sinni en þar búa þau. Bjarni er í 50% starfi og er því annan hvern mánuð í Serbíu.
Gist var á Park Hotel Moskva sem var þokkalegt hótel en gamalt. Keppnisstaðurinn var í göngufæri frá hótelinu í Hall Sofia.
Fyrsta glíma okkar manna var í -90 kg. flokki en þar voru 16 keppendur.
Árni átti að byrja að glíma við Ungverjann Richard Nerpel en hann mætti ekki til leiks.
Í –100 kg. flokki voru 12 keppendur.
Leó glímdi við Hollendinginn Joost Van Dorsten en hann sigraði Leó. Joost þessi keppti næst við Tékkann Tomas Knapek, og tapaði, en Tomas þessi komst í úrslitaglímuna en tapaði henni. Leó, fékk ekki fleiri glímur.
Aftur að -90 kg. flokknum.
Næst var glíma Sveinbjörns var við Danann Andreas Vaaben Pedersen og Sveinbjörn sigraði.
Þvínæst glímdi Árni var við Bretann Benjamín Peatrice og Árni sigraði.
Sveinbjörn glímdi við Þjóðverjann Hannes Conrad. Þjóðverjinn sigraði og keppti síðan úrslita gímuna en varð að láta sér nægja annað sæti.
Árni glímdi því næst við Þjóðverjann Tom Droste sem sigraði með dómaraákvörðun. Þessar glímur þeirra snerust um að komast í glímur um verðlaunasæti sem tókst ekki.
Árni og Sveinbjörn fengu báðir uppreisnarglímur.
Árni glímdi við Hollendinginn Gertjan Hofland og sigraði hann.
Sveinbjörn glímdi við Slóvakann Miroslav Novotka og sigraði hann með ippon.
Þar með var orðið ljóst að gátu ekki lent neðar en í 7unda sæti
Árni glímdi við Rúmenann Cristian Bodarlau sem sigraði Árna.
Sveinbjörn glímdi við Búlgarann Genady Burdinyashki sem sigraði Sveinbjörn
Okkar menn enduðu báðir í 7unda sæti.
Ágætis árangur og frábært að vera með þrjá keppendur á þessu móti. Vonandi verða þeir fleiri næst og einnig að júdó kona verði komin í okkar hóp þá.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL og fararstjóri