Landsmót ÍSL í golfi 2024 fór fram á Hólmsvelli í Leirunni á Suðurnesjum föstudaginn 26. júlí. Mótshald var í höndum Héraðssaksóknara embættisins og þar var aðalmaðurinn Karl Ingi Vilbergsson. Hið margumrædda Suðurnesjaveður hafði hægt um sig og var með ágætum, lyngt, þurrt og bjart. Miðað við hvernig sumarið var búið að vera fram að mótinu og eftir það má segja vel hafi tekist til við val á þessum degi með tilliti til veðurs.
Það voru 41 keppandi á mótinu og þar af einn gestur. Í A flokki voru 9, B flokki 8, C flokki 4, D flokki 6, Öldungaflokki 3, Heldimanna flokki 7 og kvennaflokki 4 þar af 1 gestur.
Birgir Már Vigfússon, RLS, varð Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi eftir bráðabana við Sigurbjörn Þorgeirsson, LNE, þeir voru báðir á 76 höggum eftir 18 holur. Birgir sigraði í bráðabana á 1 holu. Hekla Daðadóttir LSS varð í þriðja sæti á 81 höggi.
Í B flokki sigraði Halldór Björn Malmberg, LRH, með 37 punkta. Í öðru sæti varð Fannar Kristmannsson, LSS, með 35 punkta og í þriðja sæti varð Ragnar Svanur Þórðarson, RLS, með 34 punkta.
Í C flokki sigraði Björn Óskar Andrésson LVL með 37 punkta. Í öðru sæti varð Björgvin Sigurðsson, LRH, með 32 punkta og í þriðja sæti varð Víðir Reynisson, RLS, með 30 punkta.
Í D flokki Benedikt Ragnar Jóhannsson, LRH, með 38 punkta, Í öðru sæti varð Ásgeir Þór Ásgeirsson, LRH, með 36 punkta og í þriðja sæti varð Ingólfur Már Ingólfsson, LRH, einnig með 36 punkta en Ásgeir náði öðru sætinu þar sem hann var betri á seinni 9 holunum.
Í Öldungaflokki sigraði Skúli Jónsson, LRH, með 32 punkta,.Í öðru sæti varð Friðrik Smári Björgvinsson, Hersak, með 27 punkta og í þriðja sæti varð Þórir Björgvinsson LVL, með 25 punkta.
Í kvennaflokki sigraði Sara Sigurbjörnsdóttir, LNE, með 39 punkta. Í öðru sæti varð Martha Óskarsdóttir, RLS, með 30 punkta og í þriðja sæti varð Bylgja Hrönn Baldursdóttir.
Heldrimanna flokkinn sigraði Hörður Sigurðsson með 34 punkta, Í öðru sæti varð Annel Jón Þorkelsson með 30 punkta og í þriðja sæti varð Börkur Skúlason með 27 punkta. Oddur Ólafsson var einnig með 30 punkta en Börkur fékk þriðja sætið eftir að hlutkesti.
Það voru sex sveitir skráðar til leiks í sveitakeppninni en einum liðsmanna í tveimur sveitum Xaði eina holu hvor og þær með voru þær sveitir úr leik. Það sveit RLS sem sigraði á 246 höggum, en sveitina skipuðu Egill Egilsson, Sveinn Ægir Árnason og Birgir Már Vigfússon. Í öðru sæti varð sveit LSS á 259 höggum og í þriðja sæti varð sveit LNE á 263 höggum.
Landsmót ÍSL í golfi 2025 verður í höndum lögreglunnar á Vesturlandi.
Ég vil fyrir hönd ÍSL þakka Karli Inga Vilbergssyni fyrir mótshaldið.
Óskar Bjartmarz
formaður ÍSL