Final4 í holukeppni ÍSL 2021 fór fram mánudaginn 27. september 2021 á Urriðavelli í Heiðmörk hjá golfklúbbnum Oddi. Þetta var fjórða tilraunin til að láta final4 fara fram. Tvisvar þurfti að hætta við vegna slæmrar veðurspár og gulrar veðurviðvörunar. En þegar mætt var til leiks þennan daginn, snemma morguns, var nokkur vindur um 8 m. á sek og 3 - 4 stiga hiti. Það voru þeir Egill Egilsson RLS, Halldór Björn Malmberg LRH, Hinrik Konráðsson LVL og Róbert Sigurðarson LSS sem höfðu unnið sínar viðureignir í fyrri umferðum sem mættu til leiks. Því var það ljóst áður en leikar hófust að nýtt nafn myndi fara á bikarinn því enginn þeirra hafði sigrað holukeppni ÍSL. Áður en hafist var handa við undanúrslitin, teigtími var 08:57, var ákveðið að það yrðu leiknar 9 holur í stað 18 en það var vegna þess að veðurspáin var á þá leið að það myndi bæta í vind þegar liði á daginn. Í undanúrslitum drógust saman Egill og Róbert og og hinn leikurinn því Hinrik gegn Halldóri. Undanúrslitin voru leikin á holum 10 - 18. Róbert sigraði Egil 2/1 og Halldór sigraði Hinrik 4/3. Eftir hádegisverð, sem var í boði ÍSL, var lagt af stað aftur í úrslitaleikinn og leikinn um 3 -4 sæti. Leiknar skyldu 18 holur. Róbert gegn Halldóri og Egill gegn Hinriki. Niðurstaðan varð sú að eftir 18 holur voru leir Egill og Hinrik jafnir en þeir sömdu um jafnan hlut og hættu leik. Úrslitaviðureignin endaði 4/3 fyrir Róberti gegn Halldóri og Róbert því holumeistari ÍSL 2021. Allt um úrslit í mótinu verður sett inná Úrslit móta hér á heimasíðu ÍSL.