Þingi ÍSL sem fara átti fram s.l. haust en var frestað vegna Covid19, fór fram 13. mars 2021. Fyrir þinginu lá ein lagabreytingartillaga frá stjórn ÍSL. Hún var á þá leið á fækkað yrði í stjórn, í áföngum, allt niður í 7 en þá yrði framkvæmdastjórn lögð niður. Tillagan var samþykkt. Á þessu þingi fækkaði því í stjórn um 1 og stjórnin verður því skipuð 10 aðilum. Stjórn ÍSL þetta tilmabil skipa Óskar Bjartmarz formaður, aðrir í stjórn, Jóhann Karl Þórisson, Jón S. Ólason, Jón Gunnar Sigurgeirsson, en þessir mynda framkvæmdatjórn, Hafdís Albertsdóttir, Hálfdán Daðason, Kjartan Ægir Kristinsson, Kristína Sigurðardóttir, Kristján Fr. Geirsson og Ólafur Örvar Ólafsson.