Norðurlandamót lögreglumanna, NPC, í maraþoni fór fram samhliða H.C. Andersen maraþoninu í Óðinsvéum í Danmörku laugardaginn 27. september s.l. Mótið átti að fara fram í Finnlandi í ágúst, finnar sem eru að draga sig út úr samstarfi á sviði lögregluíþrótta vegna vandamála heima fyrir og urðu því að hætta við að halda mótið. Danir ákváðu að hlaupa í skarðið með skömmum fyrirvara og tóku aðsér mótshaldið. Frá Íslandi tóku þátt Birgir Már Vigfússon sem hljóp á 03:02:45 sek., Lárus Gohar Kazmi sem hljóp á 03:42:01 sek., Linda B. Thorberg sem hljóp á 03:54:38 sek. og Hálfdán Daðason sem hljóp á 04:23:34 sek.. Guðmundur A. Jónsson RLS tók einnig þátt í hlaupinu en hann hljóp á 04:21:23 sek.. Thorkild Sundstrup Danmörku sigraði í karlaflokki en hann hljóp á 3:29 mín. og í kvennaflokki sigraði Kaisa Kukk Eistlandi sem hljóp á 4:00 mín. en þess má geta að hún sigraði einnig á NPC maraþonmótinu á Íslandi 2015. Hálfdán Daðson var einnig liðs- og fararstjóri á mótinu í Óðinsvéum og vegna starfa sinna náði hann ekki að hita upp fyrir hlaupið.