Fréttir

Landsmót lögreglumanna í golfi 2021 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ 27. júlí s.l.. Mótshald var í höndum ÍFL Rvík. en það var Golfklúbbur lögreglunnar í Rvík., GLR,. sem sá um mótshaldið. Það voru 30 keppendur sem mættu tiil leiks.en fleiri höfðu skráð sig í mótið á tímabili. Mótið fór fram í blíðskaparveðri sól og logni. Nökkvi Snær Óðinsson, lögreglunni í Vestmannaeyjum, sigraði í A flokki á 85 höggum. Í öðru sæti varð Trausti Freyr Jónsson, Vesturlandi, á 86 höggum. Í þriðja sæti varð Arnar Smári Bjarnason, Vesturlandi, á 87 höggum. Vesturland sigraði sveitakeppnina en sveitina skipuðu Trausti Freyr Jónsson, Arnar Smári Bjarnason og Hinrik Konráðsson en þeir léku á samtals 256 höggum. B flokk sigraði Hinrik Konráðsson, Vesturlandi, með 34 punkta. C flokk sigraði Skúli Jónsson, LRH, með 32 punkta. D flokk sigraði Garðar Axelsson, Vesturlandi, með 33 punkta. Öldungaflokk sigraði Bjarki Rúnar Skarphéðinsson, LRH, með 27 punkta. Heldrimanna flokk sigraði Óskar Herbert Þórmundsson með 26 punkta. Það voru þeir Oddur Ólafsson og Jóhann Karl Þórisson sem sáu um framkvæmd mótsins fyrir hönd GLR og kann Íþróttasamband lögreglumanna þeim kærar þakkir. Við verðlaunaafhendingu var viðhöfð þagnarstund til minningar um góðan félaga okkar Sigurð Pétursson, Sigga P eins hann var alltaf kallaður. Sigurður lék margoft fyrir hönd ÍSL í golfi í erlendum samskiptum við norræna og evrópska kollega okkar. Hann varð sjö sinnum Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi. Blessuð sé minning hans. Næsta landsmót fer fram á Akureyri 2022.

Þingi ÍSL sem fara átti fram s.l. haust en var frestað vegna Covid19, fór fram 13. mars 2021. Fyrir þinginu lá ein lagabreytingartillaga frá stjórn ÍSL. Hún var á þá leið á fækkað yrði í stjórn, í áföngum, allt niður í 7 en þá yrði framkvæmdastjórn lögð niður. Tillagan var samþykkt. Á þessu þingi fækkaði því í stjórn um 1 og stjórnin verður því skipuð 10 aðilum. Stjórn ÍSL þetta tilmabil skipa Óskar Bjartmarz formaður, aðrir í stjórn, Jóhann Karl Þórisson, Jón S. Ólason, Jón Gunnar Sigurgeirsson, en þessir mynda framkvæmdatjórn, Hafdís Albertsdóttir, Hálfdán Daðason, Kjartan Ægir Kristinsson, Kristína Sigurðardóttir, Kristján Fr. Geirsson og Ólafur Örvar Ólafsson.

Þingi ÍSL 2020 sem fara átti fram í nóvember á síðasta ári var frestað vegna Covid 19 ástandsins. Stjórn ÍSL hefur nú boðað til þingsins laugardaginn 13. mars. n.k. kl. 16:00 í Brautarholti 30. Þingið verður með hefðbundnum hætti og að því loknu fer fram afhending heiðursmerkja ÍSL Fyrir þinginu liggur tillaga stjórnar um fækkun í stjórn.

Final four" í holukeppni ÍSL 2020 fór fram þriðjudaginn 8. september 2020. Það voru þeir Sigurbjörn Þorgeirsson, Trausti Freyr Jónsson, Guðbrandur Sigurðsson og Hinrik Konráðsson sem mættu til leiks. Þeir höfðu unnið sínar viðureignir í fyrri umferðum. Keppt var á Urriðavelli í Heiðmörkinni. Veður var þokkalegt þennan daginn. Það var dregið á staðnum um það hverjir lentu saman og í undanúrslitum lék Sigurbjörn á móti Guðbrandi  og Trausti lék á móti Hinriki. Sigurbjörn sigraði Guðbrand 3/2 og Trausti sigraði Hinrik 2/0. Um þriðja til fjórða sæti léku því þeir Guðbrandur og Hinrik og sigraði Guðbrandur 6/5. Til úrslita léku Sigurbjörn og Trausti. Sigurbjörn sigraði 5/4. Þetta er í fjórða skiptið sem Sigurbjörn verður holumeistari ÍSL.  Allt um úrslit í mótinu verður sett inná Úrslit móta hér á heimasíðu ÍSL.

Landsmót lögreglumanna í golfi 2020 fór fram í Vestmannaeyjum mánudaginn 20. júlí. Mótið fór fram í blíðskaparveðri, logni og sól. Þátttakendur voru 22 þar af 2 gestir. Sigurbjörn Þorgeirsson lögreglunni á Norðausturlandi sigraði á mótinu á 72 höggum, í öðru sæti varð gamla kempan Sigurður Pétursson á 74 höggum. Jafnir í þriðja til fjórða sæti á 83 höggum urðu heimamaðurinn Nökkvi Snær Óðinsson og Trausti Jónsson. Nökkvi hlaut þriðja sætið. Suðurnesin sigruðu í sveitakeppni en sveitina skipuðu þeir Óskar Halldórsson, Friðrik K. Jónsson og Kristján Fr. Geirsson. Allt um úrslit kemur fljótlega á síðuna, Úrslit: Mótahldið var í höndum heimamanna en þar voru fremstir í flokki Tryggvi Kr. Ólafsson og Nökkvi Snær Óðinsson. Kann ÍSL þeim kærar þakkir fyrir mótshaldið. Næsta mót á að vera í höndum LRH. Til gamans má geta þess að þetta er í sjöunda skipti sem Sigurbjörn sigrar á landsmóti ÍSL í golfi, Sigurður Pétursson hefur sigrað jafn oft á eftir þeim er Hilmar Björgvinsson sem hefur sigrað 6 sinnum.

Norðurlandamót lögreglumanna, NPC, í maraþoni fór fram samhliða H.C. Andersen maraþoninu í Óðinsvéum í Danmörku laugardaginn 27. september s.l. Mótið átti að fara fram í Finnlandi í ágúst, finnar sem eru að draga sig út úr samstarfi á sviði lögregluíþrótta vegna vandamála heima fyrir og urðu því að hætta við að halda mótið. Danir ákváðu að hlaupa í skarðið með skömmum fyrirvara og tóku aðsér mótshaldið. Frá Íslandi tóku þátt Birgir Már Vigfússon sem hljóp á 03:02:45 sek., Lárus Gohar Kazmi sem hljóp á 03:42:01 sek., Linda B. Thorberg sem hljóp á 03:54:38 sek. og Hálfdán Daðason sem hljóp á 04:23:34 sek.. Guðmundur A. Jónsson RLS tók einnig þátt í hlaupinu en hann hljóp á 04:21:23 sek.. Thorkild Sundstrup Danmörku sigraði í karlaflokki en hann hljóp á 3:29 mín. og í kvennaflokki sigraði Kaisa Kukk Eistlandi sem hljóp á 4:00 mín. en þess má geta að hún sigraði einnig á NPC maraþonmótinu á Íslandi 2015. Hálfdán Daðson var einnig liðs- og fararstjóri á mótinu í Óðinsvéum og vegna starfa sinna náði hann ekki að hita upp fyrir hlaupið. 

Mótið fór fram laugardaginn 30. nóvember 2019 í Sporthúsinu í Kópavogi. Það voru 3 lið sem mættu í karlaflokki og 3 lið í kvennaflokki. Kepp var í 3 Wodum. Í kvennaflokki sigruðu þær Sandra Hrönn Arnardóttir og Þóra Björk Þorgeirsdóttir. sem báðar starfa hjá LRH Í karlaflokki sigruðu þeir Finnur Kristjánsson og Guðjón Smári Guðmundsson sem einnig starfa hjá LRH. Sandra fékk bikar fyrir bestu frammistöðuna í kvennaflokk iog Finnur fékk einnig bikar fyrir bestu frammistöðuna í karlaflokki. Nánar um árangurinn í mótinu undir Úrslit móta.

Öldungamót ÍSL í innanhússknattspyrnu 2019 fór fram dagana 27. - 28. september s.l. á  Akureyri. Það voru 5 lið sem mættu til leiks og í fyrsta skipti var keppt á gervigrasi, mótið fór fram í Boganum. Liðin voru RLS, Suðurnes/Vestfirðir, Norðurland, LRH og Vesturland. RLS sigraði vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli. Í öðru sæti varð Suðurnes/Vestfirðir og í þriðja sæti urðu heimamenn Norðurland. Þetta fyrirkomulag að keppa á gervigrasi fór vel í menn og virtist almenn ánægja með það. Því hefur verið ákveðið að næsta mót fari einnig fram á Akureyri og að keppt verður á gervigrasi. All um úrslti kemur fljótlega undir: Úrslit móta.

Final four" í holukeppni ÍSL 2019 fór fram mánudaginn 23. september 2019. Það voru þeir Jóhannes Harðarson, Páll Theodórsson, Sigurbjörn Þorgeirsson og Trausti Freyr Jónsson sem mættu til leiks. Þeir höfðu unnið sínar viðureignir í fyrri umferðum. Keppt var á Urriðavelli í Heiðmörkinni. Þegar keppni hófst var bjart en svo fór að rigna seinnipartinn. Það var dregið á staðnum um það hverjir lentu saman og í undanúrslitum lék Sigurbjörn á móti Trausta og Jóhannes lék á móti Páli. Sigurbjörn sigraði Trausta 3/2 og Páll sigraði Jóhannes á 17. holu 2/1. Um þriðja til fjórða sæti léku því þeir Trausti og Jóhannes og sigraði Trausti 3/2. Til úrslita léku Sigurbjörn og Páll. Sigurbjörn sigraði á 16. holu 3/2. Þetta er í þriðja skiptið sem Sigurbjörn verður holumeistari ÍSL.  Allt um úrslit í mótinu kemur fljótlega inná Úrslit móta hér á heimasíðu ÍSL.

Final four" í holukeppni ÍSL 2018 fór fram föstudaginn 07. september 2018. Það voru þeir Karl Ingi Vilbergsson lögreglustjóri, Róbert Sigurðarson, Rúnar Örn Grétarsson og Sigurbjörn Þorgeirsson sem mættu til leiks. Þeir höfðu unnið sínar viðureignir í fyrri umferðum. Keppt var á velli GR í Grafarholti. Það var hæglætis veður þegar keppni hófst en svo fór að blása og þegar yfirlauk undir kvöld var vindhraðinn um 15 m. Það var dregið á staðnum um það hverjir lentu saman og í undanúrslitum lék Karl Ingi á móti Sigurbirni og Róbert lék á móti Rúnari. Undanúrslitin voru hnífjöfn. Sigurbjörn knúði fram sigur gegn Karli á 18 holu, 1/0 og Rúnar sigraði Róbert á 17. holu 2/1. Um þriðja til fjórða sæti léku því þeir Karl og Róbert og sigraði Karl 7/6. Til úrslita léku þeir Rúnar og Sigurbjörn. Sigurbjörn sigraði á 16. holu 4/2. Þetta er í annað sinn sem Sigurbjörn verður holumeistari ÍSL en fyrra sinnið var 2016. Allt um úrslit í mótinu kemur fljótlega inná Úrslit móta hér á heimasíðu ÍSL.