Afreksmerki Íþróttasambands Lögreglumanna
   
1. Markmið
  Lögreglumannsstarfið er á margan hátt krefjandi. Ekki síst líkamlega.
  Til þess að geta sinnt starfi sínu sem skyldi þurfa lögreglumenn að
  vera vel á sig komnir, geta varið sig og bjargað öðrum.
  ÍSL veitir afreksmerki í þeim tilgangi að stuðla að góðu líkamlegu
  ástandi allra lögreglumanna.
  Merkin eru þrjú, gull, silfur og brons og veitt eftir því hversu oft
  lögreglumenn klára þrautirnar.
   
2. Þrautir
  1. 200 m. sund
  2. 3000 m. hlaup (víðavangshlaup eða á hlaupabraut)
  eða
  20 km. hjólreiðar
  eða
  7 km. stafaganga
  3. 100 m. sund í fötum - engin tímamörk*
        *Fatnaður á að vera ökklasíðar buxur eða jakki með ermum í fullri lengd.
        Jakkinn hnepptur/renndur upp í háls. Samfestingar ekki leyfðir og ekki
        leyft að bretta upp ermar eða skálmar. Þá er einnig bannað að þrengja
        fatnaðinn t.d. með teygjum eða belti.
  4. Langstökk með atrennu eða án atrennu eða hástökk.
  5. Skotfimi með lögreglubyssu.*
       *Fjórar 5 skota hrinur á standard skífu. 25 m. færi og 30 sek. pr. hrinu.
       Einhendis eða tvíhendis, keppnisbyssur eða keppnisskefti bönnuð.
       Byssa hlaðin og spennt þegar tímataka hefst.
       Standard skotskífa er 25. m. skammbyssuskotskífa.
       Lágmarksárangur 110 stig.
3. Framkvæmd
  Sá sem hyggst þreyta próf til að ávinna sér afreksmerkið velur sér þrjár greinar af þeim 5
  sem taldar eru upp hér að framan. Aðeins má velja eina undir hverjum tölulið. Allar þrjár
  þrautirnar þarf að klára á sama almanaksári en ekki þarf að þreyta þær allar í einu. Ekki er
  hægt að þreyta prófið oftar en einu sinni á hverju ári. Lágmarksárangur má sjá í meðfylgjandi
  töflu. Árangur er skráður í sérstaka bók sem hver þátttakandi fær hjá ÍSL. Annar lögreglumaður
  þarf svo að staðfesta árangurinn með undirritun í bókina.
   
4. Aldurshópar
  29 ára og yngri
  30 ára og eldri
  40 ára og eldri
  45 ára og eldri
  50 ára og eldri
  55 ára og eldri
  60 ára og eldri
   
5. Afreksmerkið
  Lögreglumenn sem klára þrautina í fyrsta skipti öðlast rétt til að bera bronsmerki. Eftir að hafa
  klárað þrautina 5 sinnum silfurmerki og 10 sinnum gullmerki. Ekki er um frekari viðurkenningar
  að ræða eftir 10. skipti en árangur eigi að síður skráður. ÍSL afhendir svo afreksmerkið viðkomandi
  lögreglumanni eftir að staðfesting hefur borist t.d. með ljósriti eða skannað úr bókinni.
                 
6. Árangurstafla              
                 
Aldur   29 og yngri 30+ 40+ 45+ 50+ 55+ 60+
Greinar                
1. 200 m. sund              
  Karlar 04:00 04:30 05:00 05:30 06:00 06:30 07:00
  Konur 04:30 05:00 06:00 06:30 07:00 07:30 08:00
                 
2. 3000 m. hlaup              
  Karlar 12:00 13:30 15:30 16:30 18:00 19:00 20:00
  Konur 14:00 15:30 17:30 18:30 20:00 21:00 22:00
                 
  Hjólað 20 km.              
  Karlar 40:00 45:00 47:30 50:00 52:30 55:00 57:30
  Konur 55:00 60:00 62:30 65:00 67:30 70:00 72:30
                 
  7 km. stafaganga              
  Karlar 56:00 58:30 61:00 63:30 66:00 69:00 72:00
  Konur 60:00 64:00 67:00 70:00 73:00 76:00 79:00
                 
3. 100 m. fatasund              
  Karlar Engin tímataka          
  Konur Engin tímataka          
                 
4. Langstökk              
  Karlar 4,6 m. 4,3 m. 4,2 m. 4,0 m. 3,8 m. 3,6 m. 3,4 m.
  Konur 3,6 m. 3,25 m. 3 m. 2,9 m. 2,8 m. 2,7 m. 2,6 m.
                 
  Langstökk án atrennu              
  Karlar  -  -  -  - 2 m. 1,9 m. 1,8 m.
  Konur  -  -  - 1,60 m. 1,5 m. 1,4 m. 1,3 m.
                 
  Hástökk              
  Karlar 1,35 m. 1,3 m. 1,25 m. 1,15 m. 1,05 m. 1 m. 0,95 m.
  Konur 1,1 m. 1,05 m. 1 m. 0,95 m 0,9 m. 0,85 m. 0,8 m.