Nóvember
2014
 
Efnisyfirlit:
Stjórn og nefndir
Lög Íþróttasambands Lögreglumanna
Reglur um rétt til þátttöku í landsmótum ÍSL
Reglur um landsmót ÍSL í innanhúsknattspyrnu
Reglur um Öldungamót ÍSL í innanhússknattspyrnu
Reglur um keppnisfyrirkomulag á landsmótum ÍSL í innanhússknattspyrnu
Reglur um landsmót ÍSL í höggleik
Reglur um landsmót ÍSL í holukeppni
Reglur ÍSL – Glock byssa
Reglur um hreystimót ÍSL
Reglur um styrki ÍSL vegna kostnaðar þátttakenda á landsmót sambandsins
Reglur fyrir afhendingu á merki ÍSL og Heiðursmerkjum ÍSL
 
Stjórn ÍSL 2016 - 2018
    Vs. Gsm.
Formaður                                                Óskar Bjartmarz 444 0645 896 8509
Varaformaður                    Jóhann Karl Þórisson 843 1130 843 1130
Ritari                                      Guðmundur St. Sigmundsson 843 1192 898 8890
Gjaldkeri Jón S. Ólason  444 0110 897 2298
Meðstjórnandi Arinbjörn Snorrason 843 1142 897 5599
Meðstjórnandi Hafdís Björk Albertsdóttir 444 1000 865 1503
Meðstjórnandi Hálfdán Daðason 444 0182 863 2553
Meðstjórnandi Jón Gunnar Sigurgeirsson 843  867 0369
Meðstjórnandi Kjartan Ægir Kjartansson 841 1733
Meðstjórnandi Kristján Fr. Geirsson 420 1881 898 8718
Meðstjórnandi Ólafur Örvar Ólafsson 854 4322 861 0030
 
Nefndir á vegum ÍSL 2016 - 2018
Í stjórn NPSA 2017 - 2019
Óskar Bjartmarz
Í tækninefnd NPSA 2017 - 2019
Jóhann Karl Þórisson
   
  Lög ÍSL
1. gr.  
  Nafn sambandsins er: Íþróttasamband Lögreglumanna Skammstafað ÍSL
  Icelandic Police Sports Federation. Skammstafað IPSF
  Islands Politi Idrætsforbund. Skammstafað IPIF.
  Lögheimili ÍSL skal vera þar sem það hefur skrifstofu sína á hverjum tíma.
   
2. gr.  
  Tilgangur sambandsins er:
  Að stuðla að eflingu íþrótta meðal lögreglumanna.
  Að auka kynningu meðal lögreglumanna.
  Að bæta aðstöðu þeirra til íþróttaiðkana.
  Að koma fram erlendis fyrir hönd íslenskra lögreglumanna
  og vera aðili að alþjóðasamtökum lögreglumanna í íþróttum.
  Að stuðla að góðum kynnum við erlenda starfsbræður.
  Að stuðla að auknum samskiptum aðildarfélaga á vettvangi íþrótta.
   
3. gr.  
  Rétt á aðild að ÍSL eiga öll íþróttafélög meðal lögreglumanna eða íþróttanefndir.
  Aðeins eitt félag eða nefnd frá hverju embætti getur átt aðild að ÍSL.
  Aðildarfélög ÍSL skulu greiða til þess árgjald sem miðast við ákveðna upphæð
  á hvern þingfulltrúa, sem félagið eða nefndin á rétt á að senda á þing ÍSL.
  Réttur til þingsetu fellur niður hafi árgjald ekki verið greitt er þing hefst.
  Stjórninni er heimilt er að fella gjaldið niður tímabundið.
  Félög eða nefndir sem óska inngöngu í ÍSL skulu senda stjórn ÍSL skriflega
  umsókn ásamt lögum/reglum félagsins eða nefndarinnar. Stjórn ÍSL getur síðan
  veitt félaginu eða nefndinni bráðbirgða aðild að ÍSL sem næsta þing ÍSL
  tekur síðan endanlega ákvörðun um. Ef lög reglur viðkomandi félags eða nefndar
  stangast á einhvern hátt á við lög ÍSL skal hafna umsókninni.
  Viðkomandi félag eða nefnd skal vera opin öllum lögreglumönnum hjá
  viðkomandi embætti.
   
4. gr.  
  Málefnum ÍSL stjórnar.
                     1. Þing ÍSL
                     2. Stjórn ÍSL
                     3. Framkvæmdastjórn ÍSL
5. gr.  
  Þing ÍSL fer með æðsta vald í málefnum sambandsins. Þingið sitja fulltrúar
  þeirra félaga eða nefnda sem mynda ÍSL
  Fulltrúatala hvers félags á þinginu skal miðast við að félaginu eða nefndinni sé
  heimilt að senda 1 fulltrúa fyrir hverja byrjaða 25 starfandi lögreglumenn,
  þó ekki fleiri en 10 frá hverju félagi eða nefnd.
  Fulltrúar skulu hafa kjörbréf.
  Á þinginu hafa fulltrúar atkvæðisrétt. Þeir sem einnig hafa rétt til þingsetu:
  og hafa þar málfrelsi og tillögurétt eru:
                     1. Stjórn ÍSL
                     2. Skoðunarmenn reikninga
  Auk þess getur stjórn ÍSL boðið öðrum þingsetu ef hún telur ástæðu til.
  Hver fulltrúi fer með 1 atkvæði, hann getur þó farið með fleiri atkvæði síns félags.
  Þing ÍSL skal haldið á 2ja ára fresti. Til þingsins skal boðað bréflega með minnst
  1 mánaðar fyrirvara. Með þingboði skal fylgja kjörbréf.
  Málefni sem aðildarfélög ÍSL óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu
  tilkynnt stjórn sambandsins minnst 15 dögum fyrir þingið og skal stjórn
  sambandsins senda öllum aðildarfélögum gögn um þau málefni eigi síðar en
  10 dögum fyrir þingið.
  Ávallt skal miðast við að þingið sé haldið í september/október. Stjórn ÍSL er þó
  heimilt að ef sérstakar aðstæður liggja fyrir að halda þingið á öðrum tíma.
  Allar áðurnefndar tímasetningar varðandi boðun til þings og um málefni til
  þingsins skulu vera þær sömu. Þingið er löglegt sé löglega til þess boðað.
   
6. gr.  
  Reikningsár ÍSL miðast við 31 ágúst ár hvert.
   
7. gr.  
  Aukaþing má halda ef nauðsyn krefur eða helmingur sambandsaðila óskar þess.
  Alla boðunar og tilkynningarfresti til aukaþings má hafa helmingi styttri en til
  reglulegs þings.
  Fulltrúar á aukaþingi eru þeir sömu og voru á næsta reglulega þingi á undan.
  Þó má kjósa að nýju fulltrúa fyrir þann sem er látinn, veikur, hættur störfum,
  fluttur eða forfallaður á annan hátt.
  Á aukaþingi má ekki gera laga eða leikreglnabreytingar og má ekki kjósa stjórn
  nema bráðabirgðastjórn. Ef meirihluti kjörinnar stjórnar hefur sagt af sér eða
  stjórnin að eigin dómi orðin óstarfhæf.
  Að öðru leyti gilda um aukaþing sömu reglur og um reglulegt sambandsþing.
   
8. gr.  
  Störf landssambandsþings eru:
                   1.   Þingsetning.
                   2.   Kosning 3ja. manna í kjörbréfanefnd.
                   3.   Kosinn þingforseti.
                   4.   Kosinn þingritari.
                   5.   Þinggerð síðsta þings lögð fram.
                   6.   Kosnar þær nefndir sem talið er nauðsynlegt að starfi á þinginu.
                   7.   Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.
                   8.   Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga til samþykktar.
                   9.   Lagðar fram laga og leikreglnabreytingar sem fram hafa komið.
                   10. Tekin ákvörðun um árgjald aðildarfélaga.
                   11. Önnur mál
                   12. Kosning formanns
                   13. Kosning stjórnar
                   14. Kosning skoðunarmanna ársreiknings
                   15. Þingslit
  Meirihluti skal ráða kosningu sem er bundin. Verði jafnt eftir kosningu skal
  hlutkesti ráða. Krefjist einhver fulltrúi skriflegrar kosningar skal hún framkvæmd
  þannig. Ekki er heimilt að taka fyrir á landssambandsþingi mál sem hafa borist
  eftir að áðurnefndir frestir til að skila inn tillögum er útrunnin, nema ¾ hlutar
  viðstaddra þingfulltrúa samþykki það.
  Tillögur um lagabreytingar hljóta aðeins samþykki að ¾ hlutar greiddra atkvæða
  hafi samþykkt tillöguna.
   
9. gr.  
  Stjórn ÍSL fer með æðsta vald í málefnum ÍSL á milli þinga. Stjórnin skal skipuð
  11 mönnum. Formaður skal kosinn fyrst og síðan 10 aðrir stjórnarmenn.
  Stjórnin skiptir með sér verkum og mynda formaður, varaformaður, gjaldkeri
  og ritari framkvæmdastjórn.
  Stjórn ÍSL skal koma saman eigi sjaldnar en 6 sinnum á millli þinga.
  Til stjórnarfunda skal boðað skriflega af formanni með viku fyrirvara.
  Formaður boðar einnig til funda framkvæmdastjórnar sem skulu haldnir eins oft
  og framkvæmdastjórnarmenn telja þörf á.
  Óski 3 eða fleiri stjórnarmenn eftir fundi stjórnar skal til hans boðað eigi síðar
  en 10 dögum eftir að ósk þar að lútandi hefur verið fram borin.
  Stjórn ÍSL er heimilt að ráða launað starfsfólk.
   
10. gr.  
  Starfssvið stjórnar ÍSL er:
  Að sjá til þess að ákvörðunum og ályktunum þings ÍSL sé framfylgt.
  Að sjá til þes að lög og reglugerðir sambandsins séu haldnar.
  Að taka ákvörðun um þátttöku í mótum erlendis.
  Að koma fram erlendis f.h. lögreglumanna á Íslandi á sviði íþrótta.
  Að taka ákvörðun um nefndir á vegum ÍSL og skipa í þær.
  Að ákveða staðsetningu landsmóta.
   
  Starfssvið framkvæmdastjórnar er:
  Að framfylgja ákvörðunum stjórnar ÍSL.
  Að skipuleggja daglegan rekstur ÍSL.
  Að vinna að fjáröflunum til að standa undir kostnaði við reksturs sambandsins
  og taka ákvörðun um fjáröflunarleiðir.
  Að semja um laun starfsmanna.
  Að skipuleggja keppnisferðir ÍSL erlendis og sjá um undirbúning keppenda.
   
11. gr.  
  Öll framkvæmd móta á vegum sambandsins skal miðast við reglur ÍSL um mótin
  en um þau atriði sem þær ná ekki til gilda reglur sérsambanda ÍSÍ.
  Reglur ÍSL verða einungis samþykktar á þingi ÍSL sem og breytingar á þeim.
  Stjórninni er heimilt að gera tímabundna breytingu á reglum ef þurfa þykir
  sem skulu bornar undir næsta þing til afgreiðslu. Ef þingið samþykkir ekki
  breytingarnar þá falla þær niður.
   
12. gr.  
  Tillögur um að leggja ÍSL niður má aðeins taka fyrir á reglulegu landssambandsþingi.
  Til þess að samþykkja þá tillögu þarf minnst ¾ hluta greiddra atkvæða. Hafi slík
  tillaga verið samþykkt skal gera öllum sambandsaðilum grein fyrir henni í
  þingskýrslunni og tillagan síðan látin ganga til næsta reglulegs þings.
  Verði tillagan samþykkt aftur með ¾ hlutum greiddra atkvæða er það fullgild
  ákvörðun um að leggja sambandið niður.
  Ákveður það þing hvernig ráðstafa skal eignum ÍSL en þeim má aðeins verja til
  eflingar íþrótta meðal lögreglumanna.
   
13. gr.  
  Lög þessi öðlast þegar gildi.
  Samþykkt á stofnþingi ÍSL 3. maí 1982
  Ásamt breytingum gerðum á þingum ÍSL 1984, 1988, 1994, 2004, 2006 og 2014.
   
  Reglur um rétt til þátttöku í Landsmótum ÍSL
I. Rétt til þátttöku í Landsmótum á vegum ÍSL, hafa lögreglumenn og löglærðir fulltrúar
  sem eru í starfi þegar mótið fer fram, sem og nemendur í Lögregluskóla ríkisins.
II. Aðildarfélag/nefnd getur sótt um undanþágur til stjórnar ÍSL. Sækja skal um skriflega
  Undanþágur má veita skv. reglum sem um þær gilda.
III. Umsókn um undanþágu skal hafa borist stjórn ÍSL fyrir mót ásamt lista yfir aðra
  liðsmenn en þá sem sótt er um undanþágur fyrir.
IV. Einungis er heimilt að veita undanþágu þegar um hópíþrótt er að ræða.
V. Heimilt er að leyfa gestum að taka þátt í landsmótum ÍSL, í einstaklingsgreinum, en
  þeir leika ekki til verðlauna nema settur sé upp sérstakur gestaflokkur
   
  Heimildir til undanþága þegar um er að ræða Landsmót í innanhússknattspyrnu.
1. Ef aðildarfélag vill sækja um undanþágu verður félagið að hafa a.m.k. þrjá löglega
  menn skv. I og II, í liðinu.
  Ef félagið hefur þrjá menn skv. I og II má sækja um fyrir 3 menn.
  Ef félagið hefur fjóra menn skv. I og II má sækja um fyrir 2 menn.
  Ef félagið hefur fimm menn skv. I og II má sækja um fyrir 1 mann.
   
2. Ef félagið hefur fimm menn skv. I og II má sækja um fyrir 1 mann.
  a) Allt að þrjá héraðslögreglumenn.
  b) Einn afleysingamann sem var í starfi árið áður og mun hefja störf aftur á
  ný innan þriggja mánaða frá mótinu.
  c) Eða annar starfsmaður embættis.
   
3. Stjórn ÍSL er heimilt að veita undanþágu vegna aldurs fyrir 1 mann til 
  þátttöku í Öldungamótinu.
4. Einungis tveir undanþágumenn mega vera inni á leikvelli í leik, í einu.
5. Reglum þessum verður einungis breytt á þingi ÍSL.
  Almenn ákvæði:
  Undanþáguheimildir þessar eru settar í þeim tilgangi að smærri lögreglulið hafi möguleika
  á að taka þátt í Landsmóti lögreglumanna í innanhússknattspyrnu, ekki til að aðildarfélögin
  geti styrkt lið sín með undanþáguleikmönnum.
  Algerlega er óheimilt að láta fastan starfsmann víkja úr liði, hafi hann áhuga á að taka þátt, og
  sækja um undanþágumann í hans stað í þeim tilgangi að styrkja liðið.
  Um rétt, til þátttöku í norðurlanda- og evrópumótum undir merkjum ÍSL, fer samkvæmt lögum
  og reglum Norræna lögregluíþróttasambandsins, NPIF, og Evrópska lögregluíþróttasambandsins
  á hverjum tíma, í dag eru það þeir sem falla undir lið I.
  Reykjavík 18. febrúar 1992
  Breytt á stjórnarfundi ÍSL 12. febrúar 1998
  Breytt og samþykkt á þingi ÍSL 2014
   
  Reglur um Landsmót ÍSL í innanhússknattspyrnu.
1. Mótið heitir: Landsmót lögreglumanna í innanhússknattspyrnu.
2. Mótið er haldið á vegum Íþróttasambands Lögreglumanna (ÍSL).
3. Stjórn ÍSL ákveður hvaða aðildarfélag/nefnd verði umsjónaraðili mótsins hverju sinni
  og geta félögin/nefndirnar ekki skorast undan því að halda landsmótið. Umsjónaraðili
  mótsins ber fjárhagslega ábyrgð á mótinu.
4. Mótshaldari ákveður þátttökugjald í mótinu að höfðu samráði við framkvæmdastjórn ÍSL
5. Þátttökurétt hafa öll aðildarfélög/nefndir innan ÍSL. Ef félaginu/nefndini tekst ekki að
  mynda lið er heimilt að mynda lið tveggja eða fleiri félaga/nefnda á mótinu.
6. Stjórn ÍSL getur heimilað félögum/nefndum utan ÍSL þátttöku í allt að tveimur lands-
  mótum, en eftir það verður félagið/nefndin að gerast aðili að ÍSL til að öðlast þátttökurétt.
7. Stjórn ÍSL getur neitað aðildarfélagi/nefnd um þátttökurétt á landsmóti hafi
  aðildarfélagið/nefndin ekki gert upp árgjöld sín til ÍSL.
8. Keppt skal um farandbikar sem stjórn ÍSL ber ábyrgð á að sé til staðar.
  Lið sigurvegara hverju sinni ber ábyrgð á að nafn þess sé grafið á bikarinn en ÍSL á að
  bera kostnaðinn.
  Veittir skulu, sérstakir ÍSL verðlaunapeningar, gull, silfur og brons, fyrir keppendur
  liða í þremur fyrstu sætunum sem ÍSL greiðir. Stjórn ÍSL leggur árlega til eignabikar
  fyrir meistarana.
9. Í mótinu er fjöldi leikmanna í hverju liði 9 þar af 4 inná hverju sinni.
  Leikið skal á handknattleiksvelli og á handknattleiksmörk án markvarðar.
  Skriðtæklingar eru bannaðar.
  Gróft brot að mati dómara þýðir útafrekstur og hvíld í allt að 1 mínútu eða þar til
  mark er skorað í leiknum.
  Rautt spjald í leik þýðir bann í næsta leik.
  Ef tvö lið eða fleiri eru jöfn að stigum í efsta sæti, gildir viðauki I við þessar reglur.
  Að öðru leytigilda almennar knattspyrnureglur KSÍ.
  Keppnisfyrirkomulag fer eftir reglum ÍSL þar um.
10. Reglum þessum verður einungis breytt á þingi ÍSL.
  Samþykkt á þingi ÍSL þann 23. 10. 1998 með áorðnum breytingum á þingum ÍSL árið 2000 og 2014
     
    Viðauki 1 við reglur um Landsmót lögreglumanna í innanhússknattspyrnu.
1.gr.   Stigakeppni
  1. Í stigakeppni skal leikið uns einn hefur keppt við alla og allir við einn
  2. Í stigakeppni gefur sigur liði 2 stig, jafntefli 1 stig og tap ekkert stig, nema annað sé
    fram í reglum mótsins.
  3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur
    næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi.
  a. Fjöldi stiga.
  b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum).
  c. Fjöldi skoraðra marka.
  d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum.
  e. Markamismunur í innbyrðis leikjum.
  f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum.
    Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu skal ákvarða röð með hlutkesti. Ef tími er til er
    heimilt að láta liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur.
    Heimilt er mótshaldara að undanskilja leiki lakasta/lökustu liðanna varðandi markaútreikning
    ef það hefur verið tilkynnt öllum liðstjórum fyrir mót og hlotið samþykki fulltrúa ÍSL á
   

mótsstað.                                                                                                                                                                    Samþykkt á þingi ÍSL 2014

   
  Reglur um Öldungamót ÍSL í innanhússknattspyrnu.
1. Mótið heitir: Öldungamót lögreglumanna í innanhússknattspyrnu.
2. Mótið er haldið á vegum og á ábyrgð Íþróttasambands Lögreglumanna (ÍSL).         
3. Stjórn ÍSL ákveður hvaða aðildarfélag/nefnd verði umsjónaraðili mótsins hverju
  og geta félögin/nefndirnar ekki skorast undan því að halda landsmótið. Umsjónaraðili
  mótsins ber fjárhagslega ábyrgð á mótinu.
4. Mótshaldari ákveður þáttökugjald að höfðu samráði við framkvæmdastjórn ÍSL.
5. Þátttökurétt hafa öll aðildarfélög/nefndir innan ÍSL.
6. Stjórn ÍSL getur heimilað félögum/nefndum utan ÍSL þátttöku í allt að tveimur
  öldungamótum, en eftir það verður félagið/nefndin að gerast aðili að ÍSL til að öðlast
  þátttökurétt.
7. Stjórn ÍSL getur neitað aðildarfélagi/nefnd um þátttökurétt á öldungamóti hafi
  aðildarfélagið/nefndin ekki gert upp árgjöld sín til ÍSL.
8. Keppt skal um farandbikar sem stjórn ÍSL ber ábyrgð á að sé til staðar.
  Lið sigurvegara hverju sinni ber ábyrgð á að nafn þess sé grafið á bikarinn en ÍSL
  á að bera kostnaðinn.
  Veittir skulu, sérstakir ÍSL verðlaunapeningar, gull, silfur og brons, fyrir keppendur
  liða í þremur fyrstu sætunum, umsjónaraðili greiðir kostnað vegna
  verðlaunapeninganna.
  Stjórn ÍSL leggur árlega til eignabikar fyrir meistarana.
9. Í mótinu er fjöldi leikmanna í hverju liði 9 þar af 4 inná hverju sinni.
  Leikið skal á handknattleiksvelli og á handknattleiksmörk án markvarðar.
  Skriðtæklingar eru bannaðar.
  Gróft brot að mati dómara þýðir útafrekstur og hvíld í allt að 1 mínútu eða þar til
  mark er skorað í leiknum.
  Rautt spjald í leik þýðir bann í næsta leik.
  Ef tvö lið eða fleiri eru jöfn að stigum í efsta sæti, gildir viðauki I við þessar reglur.
  Að öðru leytigilda almennar knattspyrnureglur KSÍ.
  Keppnisfyrirkomulag fer eftir reglum ÍSL þar um.
10. Reglum þessum verður einungis breytt á þingi ÍSL.                                                                                                             Samþykkt á þingi ÍSL árið 2000 og breytt á þingi ÍSL 2014
     
    Viðauki 1 við reglur um Öldungamót lögreglumanna í innanhússknattspyrnu.
1.gr.   Stigakeppni
  1. Í stigakeppni skal leikið uns einn hefur keppt við alla og allir við einn
  2. Í stigakeppni gefur sigur liði 2 stig, jafntefli 1 stig og tap ekkert stig, nema annað sé
    fram í reglum mótsins.
  3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur
    næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi.
  a. Fjöldi stiga.
  b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum).
  c. Fjöldi skoraðra marka.
  d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum.
  e. Markamismunur í innbyrðis leikjum.
  f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum.
    Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu skal ákvarða röð með hlutkesti. Ef tími er til er
    heimilt að láta liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur.
    Heimilt er mótshaldara að undanskilja leiki lakasta/lökustu liðanna varðandi markaútreikning
    ef það hefur verið tilkynnt öllum liðstjórum fyrir mót og hlotið samþykki fulltrúa ÍSL á
    mótsstað.                                                                                                                                                                                 Samþykkt á þingi ÍSL 2014
   
  Reglur um keppnisfyrirkomulag á Landsmótum ÍSL í innanhússknattspyrnu.
1. Ef þátttökulið eru 10 eða færri keppa allir við alla eina umferð. Leiktími er að jafnaði 2 x
  7 mín. Mótshaldara er heimilt að ákveða að hafa tvöfalda umferð ef lið eru orðin færri
  8, eða lengja leiktíma í allt að 10 mín. Honum er einnig heimilt að hafa úrslit 4 liða þ.e. 1
  og 4 og 2 og 3. Með úrslitaleik og leik um þriðja sætið í framhaldinu.
2. Ef þátttökulið eru fleiri en 10 skal liðunum skipt í tvo riðla A og B og keppt samkvæmt
  eftirfarandi fyrirkomulagi.
a. a.      Í hvorum riðli fyrir sig keppa allir við alla.
  Lið nr. 1-3-5 í A riðli og lið nr. 2-4-6 í B riðli fara í A milliriðil.
  Lið nr. 2-4-6 í A riðli og lið nr. 1-3-5 í B riðli fara í B milliriðil.
  Liðin taka með sér innbyrðis stig, þannig að liðin sem koma úr sama riðli inn í
  milliriðlana keppa ekki aftur á móti hvort öðru.
  Síðan keppa liðin í 6. sæti í milliriðlunum um 11. til 12. sæti í mótinu
                                   5. sæti í milliriðlunum um   9. til 10. stæti í mótinu
                                   4. sæti í milliriðlunum um   7. til   8. sæti í mótinu
                                   3. sæti í milliriðlunum um   5. til   6. sæti í mótinu
                                   2. sæti í milliriðlunum um   3. til   4. sæti í mótinu
                         Sigurvegarar í milliriðlunum um   1. til   2. sæti í mótinu
3. Reglum þessum verður einungis breytt á þingi ÍSL.
  Samþykkt á þingi ÍSL þann 23. 10. 1988.
  Breytt á þingi ÍSL 2014