Landsmót lögreglumanna í golfi 2021 fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ 27. júlí s.l.. Mótshald var í höndum ÍFL Rvík. en það var Golfklúbbur lögreglunnar í Rvík., GLR,. sem sá um mótshaldið. Það voru 30 keppendur sem mættu tiil leiks.en fleiri höfðu skráð sig í mótið á tímabili. Mótið fór fram í blíðskaparveðri sól og logni. Nökkvi Snær Óðinsson, lögreglunni í Vestmannaeyjum, sigraði í A flokki á 85 höggum. Í öðru sæti varð Trausti Freyr Jónsson, Vesturlandi, á 86 höggum. Í þriðja sæti varð Arnar Smári Bjarnason, Vesturlandi, á 87 höggum. Vesturland sigraði sveitakeppnina en sveitina skipuðu Trausti Freyr Jónsson, Arnar Smári Bjarnason og Hinrik Konráðsson en þeir léku á samtals 256 höggum. B flokk sigraði Hinrik Konráðsson, Vesturlandi, með 34 punkta. C flokk sigraði Skúli Jónsson, LRH, með 32 punkta. D flokk sigraði Garðar Axelsson, Vesturlandi, með 33 punkta. Öldungaflokk sigraði Bjarki Rúnar Skarphéðinsson, LRH, með 27 punkta. Heldrimanna flokk sigraði Óskar Herbert Þórmundsson með 26 punkta. Það voru þeir Oddur Ólafsson og Jóhann Karl Þórisson sem sáu um framkvæmd mótsins fyrir hönd GLR og kann Íþróttasamband lögreglumanna þeim kærar þakkir. Við verðlaunaafhendingu var viðhöfð þagnarstund til minningar um góðan félaga okkar Sigurð Pétursson, Sigga P eins hann var alltaf kallaður. Sigurður lék margoft fyrir hönd ÍSL í golfi í erlendum samskiptum við norræna og evrópska kollega okkar. Hann varð sjö sinnum Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi. Blessuð sé minning hans. Næsta landsmót fer fram á Akureyri 2022.