Final four" í holukeppni ÍSL 2020 fór fram þriðjudaginn 8. september 2020´á Urriðavelli hjá golfklúbbnum Oddi. Það voru þeir Sigurbjörn Þorgeirsson, Trausti Freyr Jónsson, Guðbrandur Sigurðsson og Hinrik Konráðsson sem mættu til leiks. Þeir höfðu unnið sínar viðureignir í fyrri umferðum. Keppt var á Urriðavelli í Heiðmörkinni. Veður var þokkalegt þennan daginn. Það var dregið á staðnum um það hverjir lentu saman og í undanúrslitum lék Sigurbjörn á móti Guðbrandi  og Trausti lék á móti Hinriki. Sigurbjörn sigraði Guðbrand 3/2 og Trausti sigraði Hinrik 2/0. Um þriðja til fjórða sæti léku því þeir Guðbrandur og Hinrik og sigraði Guðbrandur 6/5. Til úrslita léku Sigurbjörn og Trausti. Sigurbjörn sigraði 5/4. Þetta er í fjórða skiptið sem Sigurbjörn verður holumeistari ÍSL.  Allt um úrslit í mótinu verður sett inná Úrslit móta hér á heimasíðu ÍSL.