Landsmót lögreglumanna í golfi 2020 fór fram í Vestmannaeyjum mánudaginn 20. júlí. Mótið fór fram í blíðskaparveðri, logni og sól. Þátttakendur voru 22 þar af 2 gestir. Sigurbjörn Þorgeirsson lögreglunni á Norðausturlandi sigraði á mótinu á 72 höggum, í öðru sæti varð gamla kempan Sigurður Pétursson á 74 höggum. Jafnir í þriðja til fjórða sæti á 83 höggum urðu heimamaðurinn Nökkvi Snær Óðinsson og Trausti Jónsson. Nökkvi hlaut þriðja sætið. Suðurnesin sigruðu í sveitakeppni en sveitina skipuðu þeir Óskar Halldórsson, Friðrik K. Jónsson og Kristján Fr. Geirsson. Allt um úrslit kemur fljótlega á síðuna, Úrslit: Mótahldið var í höndum heimamanna en þar voru fremstir í flokki Tryggvi Kr. Ólafsson og Nökkvi Snær Óðinsson. Kann ÍSL þeim kærar þakkir fyrir mótshaldið. Næsta mót á að vera í höndum LRH. Til gamans má geta þess að þetta er í sjöunda skipti sem Sigurbjörn sigrar á landsmóti ÍSL í golfi, Sigurður Pétursson hefur sigrað jafn oft á eftir þeim er Hilmar Björgvinsson sem hefur sigrað 6 sinnum.