Öldungamót ÍSL í innanhússknattspyrnu 2019 fór fram dagana 27. - 28. september s.l. á  Akureyri. Það voru 5 lið sem mættu til leiks og í fyrsta skipti var keppt á gervigrasi, mótið fór fram í Boganum. Liðin voru RLS, Suðurnes/Vestfirðir, Norðurland, LRH og Vesturland. RLS sigraði vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli. Í öðru sæti varð Suðurnes/Vestfirðir og í þriðja sæti urðu heimamenn Norðurland. Þetta fyrirkomulag að keppa á gervigrasi fór vel í menn og virtist almenn ánægja með það. Því hefur verið ákveðið að næsta mót fari einnig fram á Akureyri og að keppt verður á gervigrasi. All um úrslti kemur fljótlega undir: Úrslit móta.