Final four" í holukeppni ÍSL 2019 fór fram mánudaginn 23. september 2019. Það voru þeir Jóhannes Harðarson, Páll Theodórsson, Sigurbjörn Þorgeirsson og Trausti Freyr Jónsson sem mættu til leiks. Þeir höfðu unnið sínar viðureignir í fyrri umferðum. Keppt var á Urriðavelli í Heiðmörkinni. Þegar keppni hófst var bjart en svo fór að rigna seinnipartinn. Það var dregið á staðnum um það hverjir lentu saman og í undanúrslitum lék Sigurbjörn á móti Trausta og Jóhannes lék á móti Páli. Sigurbjörn sigraði Trausta 3/2 og Páll sigraði Jóhannes á 17. holu 2/1. Um þriðja til fjórða sæti léku því þeir Trausti og Jóhannes og sigraði Trausti 3/2. Til úrslita léku Sigurbjörn og Páll. Sigurbjörn sigraði á 16. holu 3/2. Þetta er í þriðja skiptið sem Sigurbjörn verður holumeistari ÍSL.  Allt um úrslit í mótinu kemur fljótlega inná Úrslit móta hér á heimasíðu ÍSL.