Sigurbjörn varð Íslandsmeistari lögreglumanna í golfi á landsmótinu sem fram fór á Garðavelli Akranesi fimmtudaginn 18. júlí, hann spilaði á 75 höggum. Páll Theodórsson varð í öðru sæti á 78 höggum og í þriðja sæti varð Trausti Freyr Jónsson á 80 höggum. LRH sigraði sveitakeppnina en sveitina skipuðu þeir Páll Theodórsson, Ásbjörn Stefánsson og Egill Egilsson en þeir spiluðu á 254 höggum. Það voru 37 keppendur sem mættu til leiks og veður var eins og best var á kosið, sólskin og vindur tiltökulega hægur. All um úrslit kemur fljótlega hér á síðuna undir: Úrslit móta. Myndir koma síðan á myndasíðuna en myndtökur önnuðust Jónas Hallgrímur Ottósson lögreglufulltrúi á Vesturlandi og Óskar Bjartmarz. Mótshald var í höndum Vestlendinga með Trausta Frey Jónson í fararbroddi. Íþróttasamband Lögreglumanna, ÍSL, þakkar Vestlendingum fyrir gott mótshald.