Þá er Norðurlandamóti lögreglumanna/kvenna í knattspyrnu 2019 lokið í Tallinn í Eistlandi. Íslenskar lögreglukonur gerðu sér lítið fyrir og náðu þriðja sæti á sínu fyrsta móti. Frábær árangur liðsins en einstakur baráttuvilji var það sem einkenndi leiks þess. Íslenska liðið tapaði 1 - 2 fyrir Noregi sem sigraði á mótinu, Svíþjóð varð í öðru sæti, Danmörk í því fjórða og gestgjafarnir Eistar urðu í fimmta sæti. Þær norsku voru með markatöluna 25 - 3.

Í karlaflokki sigraði Danmörk, Noregur varð í öðru sæti, Svíþjóð í þriðja, Ísland í fjórða og eins og í kvennaflokki urðu gestgjafarnir Eistar í fimmta sæti. Þess má geta að Ísland tapaði fyrir dönum 0 - 1 en þeir skoruðu sigurmarkið á lokamínútu leiksins þeirri 94.

F.h. ÍSL vil ég þakka öllum keppendum, öðrum þátttakendum og þjálfaranum Þormóði Egilssyni fyrir þeirra störf og frábæra ferð.