Mótið fór fram í Árósum í Danmörku dagana 2. - 5. júní s.l. ÍSL sendi bæði karla- og kvennalið til mótsins. Þjálfarar karlaliðsins voru Valgarður Valgarðsson og Birgir St. Jóhannsson. Þjálfarar kvennaliðsins voru Árni Friðleifsson og Jóhann Karl Þórisson. Fararstjóri var Guðmundur St. Sigmundsson og með í för var einnig Kristján Fr. Geirsson. Fyrsti leikur mótsins var leikur Danmerkur og Íslands í kennaflokki. Staðan í hálfleik var 10 - 7 fyrir Dönum en lokatölur urðu 22 - 13 Dönum í vil. Næst var það leikurinn Ísland - Noregur í kvennaflokki, þar urðu lokatölur 21 - 35 fyrir Noregi en staðan í hálfleik var 9 - 15 þeim í vil. Hvað sem hver segir mjög góð frammistaða hjá stelpunum okkar. Katrín Vilhjálmsdóttir var valin besti leikmaður mótsins í kvennaflokki og réðu andstæðingar okkar ekkert við hana. Í karlaflokki tapaði Ísland fyrir Noregi 40 - 21 en staðan í hálfleik var 18 - 8 fyrir Norðmenn. Síðasti leikur mótsins var síðan leikur Danmerkur og Íslands í karlaflokki en sá leikur endaði 39 - 14 fyrir Dönum en staðan í hálfleik var 17 - 6 þeim í vil. Ljóst að þessi árangur okkar manna versti árangur sem við höfum náð á norðurlandamótum lögreglumanna sé horft á úrslit leikjanna. Ef handknattleiksmönnum í röðum lögreglumanna fjölgar ekki verulega á næstu árum þá er óvíst um þátttöku okkar í næsta NPC móti og alveg ljóst að þáttaka í EPC mótum er ekki inni í myndinn á næstu misserum.